Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í gær (12.02.2017) og í dag (13.02.2017) var jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Jarðskjálftahrinur eru algengar á þessu svæði á Reykjaneshryggnum. Þessi jarðskjálftahrina virðist ekki vera tengd neinum kvikuhreyfingum á þessu svæði. Þarna er sigdalur mjög líklega samkvæmt mælingum skipa (held ég).


Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir í þessari hrinu voru með stærðina 3,1 og 3,2 en aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð. Dýpi þessar jarðskjálftahrinu var frá 17 km og upp að 2,4 km (það er smá skekkja í mælingunni). Jarðskjálftahrinunni virðist vera lokið í augnablikinu en það er samt möguleiki á nýrri jarðskjálftahrinu þarna sem yrði þá stærri en þessi hrina sem varð þarna núna. Það er ekki hægt að segja til um hvort að slíkt muni gerast, það eina sem hægt er að gera er að bíða og sjá hvað gerist á þessu svæði.