Í gær (27.01.2017) og í dag (28.01.2017) hefur verið kröftug jarðskjálftahrina á Kolbeinseyjarhrygg nokkuð fyrir norðan Kolbeinsey. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina mb4,6 samkvæmt EMSC (upplýsingar hérna). Þetta svæði eða svæði nálægt þar sem eru núna jarðskjálftar gaus eða þar varð kvikuinnskot árið 1999. Það er þó ekki staðfest með neinum öruggum hætti.
Jarðskjálftahrinan norðan við Kolbeinsey á Kolbeinseyjarhrygg. Grænu stjörnurnar sýna jarðskjálfta sem eru stærri en 3,0. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Stærsti jarðskjálftinn sem kom fram í dag (28.01.2017) með stærðina mb4,6. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC Leyfi síðunni.
Það hafa verið í kringum 6 jarðskjálftar sem eru stærri en 3,0 í þessari hrinu. Nákvæmlega tölu er hinsvegar erfitt að finna út vegna fjarlægðar þessar jarðskjálftahrinu frá SIL mælaneti Veðurstofu Íslands og það gerir erfitt fyrir Veðurstofu Íslands að meta fjölda og stærðir þeirra jarðskjálfta sem hafa orðið. Fjarlægðirnar voru 85 km og síðan 160 km frá Kolbeinsey. Það virðist sem að þarna hafi orðið tvær jarðskjálftahrinur síðasta sólarhringinn en erfitt að segja til um hvað annað gæti hugsanlega verið að gerast á þessu svæði í augnablikinu. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi á þessu svæði (held ég).