Í dag (26.01.2017) klukkan 15:14 varð jarðskjálfti með stærðina 4,3 í Kötlu. Samkvæmt fréttum þá fannst þessi jarðskjálfti í Vík í Mýrdal og í nágrenninu. Annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,0 og þriðji stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,9. Þessa stundina hafa aðrir jarðskjálftar verið minni að stærð.
Jarðskjálftavirknin í Kötlu, græna stjarnan sýnir þar sem jarðskjálftinn með stærðina 4,3 átti sér stað. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftinn í Kötlu eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð, þetta er jarðskjálftinn með stærðina 4,3. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC Leyfi síðunni.
Engar stórar breytingar hafa sést á óróamælum í kringum Kötlu í kjölfarið á þessum jarðskjálfta. Þó er hugsanlegt að illa greinanleg merki hafi sést á einni SIL stöðinni um að háhitasvæði hafi orðið æst rétt áður en jarðskjálftinn átti sér stað, það er þó ekki hægt að staðfesta það með neinum öruggum hætti.
Ég mun uppfæra þessa grein eftir því sem þurfa þykir ef eitthvað meira gerist í Kötlu.
Hvenær myndir þú giska á að það fari að gjósa 😉 ?
Miðað við söguna, þá tel ég víst að það geti farið að gjósa með vorinu. Það gæti hinsvegar gosið mun fyrr en það ef þannig aðstæður skapast og það eru smá líkur á því.