Tvær jarðskjálftahrinur á Tjörnesbrotabeltinu

Síðustu tvo daga þá hafa verið tvær jarðskjálftahrinur í gangi á Tjörnesbrotabeltinu. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur komið fram hingað til var með stærðina 3,0.


Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það má reikna með frekari jarðskjálftavirkni á Tjörnesbrotabeltinu á næstu dögum og vikum, þar sem tiltölulega rólegt var á Tjörnesbrotabeltinu allt árið 2016.