Jarðskjálftahrina nærri Herðubreið

Síðustu vikuna hefur verið jarðskjálftahrina nærri Herðubreið. Í gær jókst jarðskjálftavirknin úr nokkrum jarðskjálftum á klukkutíma yfir í nokkra tugi jarðskjálfta á klukkutímann. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur komið fram hingað til var með stærðina 2,9 en fyrri fréttir af þessum jarðskjálfta sögðu að hann hefði verið með stærðina 3,3 en stærðin var síðan leiðrétt síðar. Frá miðnætti (18-Mars-2017) hafa komið fram yfir 200 jarðskjálftar nærri Herðubreið. Jarðskjálftavirknin er ennþá í gangi og því gætu upplýsingar hérna orðið úreltar mjög hratt.


Jarðskjálftavirknin nærri Herðubreið (rauðu deplarnir). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég reikna ekki með eldgosi á þessu svæði, þar sem það er fyrir utan öll helstu eldstöðvar kerfi Íslands og það er ekkert sem bendir til þess að eldgos muni eiga sér stað þarna. Hinsvegar er alltaf hætta á því að kvika leki upp um jarðskorpuna á þessu svæði en síðasta eldgos þarna varð á síðasta jökulskeiði sem lauk fyrir um 11700 árum síðan, ég veit ekki hvenær nákvæmlega það eldgos varð. Áður en eldgos yrði þarna, þá mundi einnig koma fram talsvert meiri jarðskjálftavirkni en er núna, þar sem kvikan yrði að brjóta sér leið í gegnum jarðskorpu sem er mjög hörð og köld áður en kvikan næði yfirborði.

Þessi grein verður uppfærð ef þörf er á því.

Jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli síðustu nótt

Lítil jarðskjálftahrina átti sér stað í Tungnafellsjökli síðustu nótt (18-Mars-2017). Þeir jarðskjálftar sem áttu sér stað voru litlir en dýpið var frá 3 til 13 km.


Jarðskjálftavirknin í Tungnafellsjökli, norður af Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki alveg ljóst afhverju þessi jarðskjálftavirkni á sér stað í Tungnafellsjökli. Þetta gæti verið kvikuinnskot á talsverðu dýpi eða jarðskorpan að aðlaga sig að breyttu spennustigi vegna þenslu í Bárðarbungu. Það er ekki vitað hvers er í Tungnafellsjökli á þessari stundu. Þetta er fyrsta jarðskjálftavirknin í Tungnafellsjökli eftir talsvert hlé.