Jarðskjálftahrina djúpt á Reykjaneshrygg í gær (02.03.2017)

Í gær (02.03.2017) varð kröftug jarðskjálftahrina djúpt á Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálftahrina átti sér stað rúmlega 540 km frá landi og því mældust aðeins stærstu jarðskjálftarnir á mælum. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina 4,9 (EMSC upplýsingar hérna), annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 4,4 (EMSC upplýsingar hérna). Það er ekki ljóst hvort að eitthvað frekara gerðist á þessu svæði í gær vegna fjarlægðar og dýpis á þessu svæði, þar sem dýpið er mjög mikið þá sést ekki neitt á yfirborði og ég er ekki viss um að nokkuð sjáist á yfirborðinu þó svo að skipt mundi sigla þarna beint yfir.


Jarðskjálftinn með stærðina 4,4 eins og hann sást á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi vefsíðunni.


Jarðskjálftinn með stærðina 4,4 eins og hann sást á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi vefsíðunni.


Jarðskjálftinn með stærðina 4,9 eins og hann sást á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi vefsíðunni.


Jarðskjálftinn með stærðina 4,9 eins og hann sást á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi vefsíðunni.

Fleiri jarðskjálftar geta komið fram á mælanetum í tengslum við þessa jarðskjálftahrinu ef þeir eru nógu stórir. Það er erfitt að vita hvort að jarðskjálftahrinan sé ennþá í gangi á þessu svæði vegna fjarlægðar.

Þrír litlir jarðskjálftar í Heklu

Í gær (02.03.2017) urðu þrír litlir jarðskjálftar í Heklu. Það er ekkert sem bendir til þess að eitthvað meira sé að fara að gerast í eldstöðinni á þessari stundu. Stærsti jarðskjálftinn í þessari virkni var með stærðina 0,9 en aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Heklu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi í Heklu. Það er ennfremur mín skoðun að Hekla hafi aftur skipt yfir í eldri hegðun, það þýðir eitt til tvö eldgos á öld. Því verður væntanlega næsta eldgos í Heklu á tímabilinu 2030 til 2100.