Jarðskjálftahrina í Brennisteinsfjöllum

Síðan um helgina hefur verið jarðskjálftahrina í Breinnisteinsfjöllum (tengill á Wikipedia hérna). Þessi jarðskjálftahrina hefur ekki verið neitt rosalega stór í stærð jarðskjálfta en það hafa komið fram um 130 jarðskjálftar þessa stundina. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur komið fram var með stærðina 2,8 en allir aðrir jarðskjálftar hafa verið minni að stærð.


Jarðskjálftahrinan í Breinnisteinsfjöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þeir jarðskjálftar sem hafa orðið virðast margir vera bland jarðskjálftar og þeir fáu jarðskjálftar sem ég hef mælt bera þess merki. Blandjarðskjálfti er þegar kvika og jarðskorpa veldur jarðskjálftanum og ber hann því merki bæði kvikuhreyfinga og jarðskorpuhreyfinga. Síðasta eldgos í Breinnisteinsfjöllum varð árið 1341 en ég hef ekki miklar aðrar upplýsingar um það eldgos eða önnur eldgos sem hafa orðið í þessu eldstöðvarkerfi þessa stundina. Þessi jarðskjálftahrina er mjög staðbundin en hefur færst aðeins suður síðan hún hófst um helgina. Þessa stundina er jarðskjálftahrinan ennþá í gangi, þessa stundina er hlé á jarðskjálftahrinunni og því engir jarðskjálftar að koma fram.