Tveir sterkir jarðskjálftar í Bárðarbungu

Í nótt (27-Ágúst-2017) urðu tveir sterkir jarðskjálftar í Bárðarbungu. Fyrri jarðskjálftinn var með stærðina 3,8 og varð klukkan 01:42 og seinni jarðskjálftinn var með stærðina 4,2 og varð klukkan 01:45. Seinni jarðskjálftinn er stærsti jarðskjálftinn til að eiga sér stað síðan 02-Ágúst-2017 í Bárðarbungu þegar jarðskjálfti með stærðina 4,5 átti sér stað.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðustu mánuði hefur dregið hægt og rólega úr jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu og er nú svo komið að stórir jarðskjálftar verða þar eingöngu einu sinni til tvisvar í mánuði í staðinn fyrir vikulega eins og var staðan eftir að eldgosinu lauk í Holuhrauni í Febrúar-2015. Núna verða jarðskjálftar sem eru stærri en 3,5 eða jafnvel stærri en 4,0 ekki nema einu sinni til tvisvar í mánuði. Þetta vekur upp þær spurningar hvort að Bárðarbunga sé að verða fullu útþanin af kviku á ný eftir að eldgosinu í Holuhrauni lauk í Febrúar-2015.