Jarðskjálfti með stærðina 4,3 í Bárðarbungu

Í gær (21-Mars-2018) klukkan 22:56 varð jarðskjálfti með stærðina 4,3 í Bárðarbungu. Jarðskjálftinn varð á hefðbundnum stað innan í öskju Bárðarbungu. Á svæði þar sem er mikil jarðhitavirkni til staðar núna og er þessi jarðhitavirkni það mikil að hún hefur náð að bræða jökulinn ofan af sér.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það virðist að það sé talsverð jarðskjálftavirkni í gangi á þessu svæði samkvæmt nálægum SIL stöðvum. Þessi jarðskjálftavirkni kemur þó ekki fram á kortinu vegna þess að þessi jarðskjálftavirkni kemur bara fram á einni SIL stöð.