Síðustu nótt voru tvær jarðskjálftahrinur á Tjörnesbrotabeltinu. Fyrri jarðskjálftahrinan var 19,9 km norð-austur af Siglufirði og var stærsti jarðskjálftinn þar 3,1.
Jarðskjálftahrinunar á Tjörnesbrotabeltinu. Stærsti jarðskjálftinn er með græna stjörnu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Hin jarðskjálftahrinan varð norð-austur af Grímsey og stærsti jarðskjálftinn þar var með stærðina 2,8 en allir aðrir jarðskjálftar sem áttu sér stað þar voru minni að stærð. Þetta var minniháttar jarðskjálftahrina sem varð norð-austur af Grímsey.