Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli

Í dag (06-Maí-2018) og í gær (05-Maí-2018) var jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Jarðskjálftavirknin í gær var stærri en jarðskjálftavirknin í dag. Stærsti jarðskjálftinn í gær var með stærðina 1,5 en allir aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð. Stærsti jarðskjálftinn í dag var með stærðina 1,1 en allir aðrir jarðskjálftar sem áttu sér stað voru minni að stærð. Jarðskjálftahrinan í dag var einnig minni en í gær.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli er lítil eins og stendur og ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi þessa stundina. Jarðskjálftavirkni er hinsvegar talsvert yfir bakgrunnsvirkni í Öræfajökli um þessar mundir. Fyrir einhverju síðan þá breytti Veðurstofan öryggistigi Öræfajökuls úr gulu yfir í grænt.