Ný jarðskjálftavirkni í Öræfajökli

Í nótt (10-Maí-2018) varð jarðskjálftahrina í Öræfajökli. Þessi jarðskjálftahrina var ekki stór eins og gerist almennt með jarðskjálftahrinur í Öræfajökli um þessar mundir. Minna en tugur jarðskjálfta átti sér stað í þessari jarðskjálftahrinu. Þessa stundina er engin jarðskjálftavirkni að eiga sér stað í Öræfajökli.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 1,5 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 1,4 en allir aðrir jarðskjálftar sem urðu voru minni að stærð. Þessa stundina þá virðist sem að svona jarðskjálftahrinur séu hefðbundinn hluti af virkni Öræfajökuls. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær eða spá fyrir um hvenær það breytist.