Jarðskjálftahrina í Bláfjöllum [uppfærð]

Í dag (13-September-2018) hófst jarðskjálftahrina í Bláfjöllum. Jarðskjálftahrinan byrjaði rólega og var eingöngu með smáskjálfta framan af degi. Klukkan 20:17 kom jarðskjálfti með stærðina 4,1 og fannst sá jarðskjálfti víða.


Jarðskjálftahrinan í Bláfjöllum. Græna stjarnan er jarðskjálftinn með stærðina 4,1. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan virðist ennþá vera í gangi. Það þýðir að ennþá er möguleiki á að það komi fram jarðskjálftar sem verða stærri en 3,0 á næstu klukkutímum til dögum.

Nýjar upplýsingar

Veðurstofa Íslands hefur uppfært fjölda og stærðir þeirra jarðskjálfta sem urðu í Bláfjöllum í gærkvöldi. Samkvæmt nýjustu upplýsingum þá urðu tveir jarðskjálftar með stærðina 4,1 og 4,2. Aðeins nokkrar sekúndur eru á milli þessara jarðskjálfta.


Nýjasta myndin af jarðskjálftavirkninni í Bláfjöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Grein uppfærð þann 14-September-2018 klukkan 13:24.

Mikil dagleg losun af koltvísýringi frá Kötlu

Samkvæmt nýrri rannsókn þá er gífurleg losun á koltvísýringi frá Kötlu á hverjum degi. Það magn koltvísýringi sem losnar frá Kötlu á hverjum degi telst vera 20 kílótonn samkvæmt mælingum. (1 kílótonn = 1000 tonn). Það er ekki vitað hvort að þetta er jöfn losun á koltvísýringi eða hvort að þetta sveiflist yfir árið. Til þess að það komist í ljós þarf frekari rannsóknir.

Ég veit ekki hversu mikla kviku þarf til þess að losa svona mikið af koltvísýringi en það er alveg ljóst að magn kviku í Kötlu er umtalsvert. Stærsta eldgos í skráðri sögu eldgosa í Kötlu hafði stærðina VEI=5. Eldgosið í Eldgjá var meira kvikueldgos heldur en öskugos og var stærsta eldgos í Kötlu í langan tíma. Það er ekki hægt að spá fyrir um eldgos í Kötlu með löngum fyrirvara. Þetta gildir einnig um aðrar eldstöðvar.

Frétt Rúv

Kvikusöfnun í Kötlu (Rúv.is)