Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík

Í gær (7-September-2020) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík snemma um morguninn. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,3 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw2,8. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Krýsuvík. Þessi mynd er notuð með leyfi og höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er hluti af þeirri þenslu sem á sér stað á þessu svæði vegna kvikuinnflæðis á 3 km til 8 km dýpi. Það hefur ekki ennþá komið eldgos þarna er mjög líklegt er að það muni gerast vegna allrar þessar jarðskjálftavirkni. Það er ekki hægt að spá fyrir um það hvenær slíkt eldgos yrði.