Sterk jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu – Flatey – Húsavíkurmisgenginu

Í dag (15-September-2020) klukkan 14:52 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,6 á Tjörnesbrotabeltinu í Flatey – Húsavíkur misgenginu og fannst þessi jarðskjálfti á stóru svæði og þegar þessi grein er skrifuð hefur ekki verið tilkynnt um neitt tjón.


Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Mynd notuð með leyfi og höfundarréttur tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Annar stærsti jarðskjálftinn varð klukkan 17:06. Þessi jarðskjálfti fannst en minna vegna minni stærðar. Þessi jarðskjálftavirkni hefur aukið hættuna á mjög stórum jarðskjálfta á þessu svæði eða nálægum misgengjum sem þarna eru. Hættan er að þarna verði jarðskjálfti með stærðina frá Mw6,0 til Mw7,1 á þessu svæði. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.

Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Hamrinum

Aðfaranótt 15-September-2020 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 átti sér stað í eldstöðinni Hamarinn (hluti af eldstöðvarkerfi Bárðarbungu). Þarna hefur verið jarðskjálftavirkni í meira en viku og það er óljóst hvað þessi jarðskjálftavirkni þýðir. Þarna varð lítið eldgos í Júlí 2011 og þá varð svipuð aukning í jarðskjálftavirkni áður en það eldgos átti sér stað. Jarðskjálftavirknin er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.


Jarðskjálftavirknin í Hamrinum. Græna stjarnan sýnir það svæði sem er virkt. Mynd notuð með leyfi og höfundarréttur tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar þessi jarðskjálftavirkni átti sér stað þá varð engin breyting á óróa á nálægum SIL stöðvum. Það virðist sem að upphaf eldgos í Hamrinum krefjist ekki mikillar jarðskjálftavirkni áður en eldgos fer af stað. Ég veit ekki afhverju það er raunin en þetta er reynslan af litlu eldgosi í Hamrinum í Júlí 2011.

Jarðskjálfti í gær (14-September-2020) í Tjörnesbrotabeltinu

Í gær (14-September-2020) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,4 í Tjörnesbrotabeltinu og fannst þessi jarðskjálfti á Dalvík og Ólafsfirði. Þetta er fyrsti jarðskjálftinn með stærðina yfir Mw3,0 sem verður á þessu svæði þarna í rúmlega mánuð. Jarðskjálftahrinan á þessu svæði hefur verið í gangi allan þennan tíma en eingöngu litlir jarðskjálftar hafa komið fram.


Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu. Mynd notuð með leyfi og höfundarréttur myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan á þessu svæði hefur verið í gangi síðan 19-Júní-2020. Ég reikna ekki með það breytist og það er ennþá hætta á mjög stórum jarðskjálfta á Tjörnesbrotabeltinu.