Sterk jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu – Flatey – Húsavíkurmisgenginu

Í dag (15-September-2020) klukkan 14:52 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,6 á Tjörnesbrotabeltinu í Flatey – Húsavíkur misgenginu og fannst þessi jarðskjálfti á stóru svæði og þegar þessi grein er skrifuð hefur ekki verið tilkynnt um neitt tjón.


Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Mynd notuð með leyfi og höfundarréttur tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Annar stærsti jarðskjálftinn varð klukkan 17:06. Þessi jarðskjálfti fannst en minna vegna minni stærðar. Þessi jarðskjálftavirkni hefur aukið hættuna á mjög stórum jarðskjálfta á þessu svæði eða nálægum misgengjum sem þarna eru. Hættan er að þarna verði jarðskjálfti með stærðina frá Mw6,0 til Mw7,1 á þessu svæði. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.