Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Hamrinum

Aðfaranótt 15-September-2020 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 átti sér stað í eldstöðinni Hamarinn (hluti af eldstöðvarkerfi Bárðarbungu). Þarna hefur verið jarðskjálftavirkni í meira en viku og það er óljóst hvað þessi jarðskjálftavirkni þýðir. Þarna varð lítið eldgos í Júlí 2011 og þá varð svipuð aukning í jarðskjálftavirkni áður en það eldgos átti sér stað. Jarðskjálftavirknin er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.


Jarðskjálftavirknin í Hamrinum. Græna stjarnan sýnir það svæði sem er virkt. Mynd notuð með leyfi og höfundarréttur tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar þessi jarðskjálftavirkni átti sér stað þá varð engin breyting á óróa á nálægum SIL stöðvum. Það virðist sem að upphaf eldgos í Hamrinum krefjist ekki mikillar jarðskjálftavirkni áður en eldgos fer af stað. Ég veit ekki afhverju það er raunin en þetta er reynslan af litlu eldgosi í Hamrinum í Júlí 2011.