Tveir jarðskjálftar í Kötlu

Í dag (22-Nóvember-2020) urðu tveir jarðskjálftar í Kötlu. Annar jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,1 klukkan 11:08 en síðari jarðskjálftinn var með stærðina Mw1,2 klukkan 13:31.


Jarðskjálftavirkni í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Núverandi jarðskjálftavirkni í Kötlu er undir venjulegri jarðskjálftavirkni í eldstöðinni á þessum árstíma. Það hefur verið mjög rólegt í Kötlu í allt ár og engar líkur á því að það fari að breytast.

Styrkir

Þeir sem vilja og hafa möguleika á því geta styrkt mína vinnu með því að nota PayPal takkann hérna til hliðar. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Smáskjálftavirkni í Öræfajökli

Eftir margra mánuði af engri jarðskjálftavirkni þá kom fram jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Jarðskjálftavirknin sem kom fram var lítil að stærð en dýpstu jarðskjálftarnir voru á dýpinu 14 km og næst dýpsti jarðskjálftinn var á 12 km dýpi. Aðrir jarðskjálftar voru á minna dýpi.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að segja til um hvað er að gerast í Öræfajökli fyrir eldgos, þar sem heimildir fyrir síðasta eldgos eru að verða 660 ára gamlar og yngri heimildin er 293 ára gömul. Þegar þessi grein er skrifuð þá virðist sem að þessari jarðskjálftavirkni sé lokið en það gæti breyst án viðvörunar hvenær sem er.

Styrkir

Hægt er að styrkja vinnuna mína með því að nota PayPal takkann hérna á síðunni. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Jarðskjálftahrina í Henglinum

Í kvöld (15-Nóvember-2020) varð jarðskjálftahrina í Henglinum. Það er ekki ljóst hvort að þessi jarðskjálftahrina var vegna niðurdælingar á vatni á þessu svæði eða hvort að þetta sé eðlileg jarðskjálftavirkni á þessu svæði.


Jarðskjálftahrinan í Henglinum í kvöld. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu hingað til er með stærðina Mw3,3. Þessari jarðskjálftahrinu virðist ekki lokið þó svo að það hafi dregið úr jarðskjálftavirkninni þegar þessi grein er skrifuð. Stærsti jarðskjálftinn fannst í Reykjavík, Hveragerði, Selfossi og fleiri stöðum í nágrenni við Hengilinn.

Styrkir

Þessi vefsíða hefur ekki neinar auglýsingar vegna þess að Google Adsense er ekki stutt fyrir Ísland. Þar sem ég hef ekki fengið neinar íslenskar auglýsingar hingað inn þá þýðir það að ég fæ engar tekjur af þessari vefsíðu. Það eina sem gæti gefið mér tekjur hérna er ef fólk styrkir mína vinnu hérna beint. Það hjálpar mér að halda áfram með þessa vefsíðu og gera það sem þarf að gera hérna. Þetta hérna myndband á YouTube fjallar nákvæmlega um þetta vandamál sem fólk býr til efni stendur frammi fyrir varðandi þetta. Þarna er fjallað um málið frá sjónarhóli YouTube en ekki vefsíðu eins og þessar hérna en í grunninn er þetta mjög svipað og efnahagsreglan er sú sama. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Hrina af litlum jarðskjálftum í eldstöðinni Reykjanes

Í dag (11-Nóvember-2020) varð jarðskjálftahrina af litlum jarðskjálftum í eldstöðinni Reykjanes. Þarna urðu bara litlir jarðskjálftar og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw1,7. Þegar þessi grein er skrifuð hafa komið fram 76 jarðskjálftar á Reykjanesskaga.


Jarðskjálftahrinan í eldstöðinni Reykjanes. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki mikil breyting á GPS mælingum á svæðinu fyrir utan breytingu sem bendir til þess að þensla sé hafin í eldstöðinni Krýsuvík. Hægt er að skoða GPS gögnin á vefsíðu Háskóla Íslands, GPS mælingar Reykjanes.

Styrkir

Það er hægt að styrkja mína vinnu við þessa vefsíðu með því að nota PayPal takkann hérna á vefsíðunni. Ég er mjög blankur í Nóvember en ég vonast til þess að þetta fari að breytast á hjá mér á næsta ári en það veltur á hlutum sem ég hef enga stjórn á. Takk fyrir stuðninginn. 🙂