Í dag (11-Nóvember-2020) varð jarðskjálftahrina af litlum jarðskjálftum í eldstöðinni Reykjanes. Þarna urðu bara litlir jarðskjálftar og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw1,7. Þegar þessi grein er skrifuð hafa komið fram 76 jarðskjálftar á Reykjanesskaga.
Jarðskjálftahrinan í eldstöðinni Reykjanes. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það er ekki mikil breyting á GPS mælingum á svæðinu fyrir utan breytingu sem bendir til þess að þensla sé hafin í eldstöðinni Krýsuvík. Hægt er að skoða GPS gögnin á vefsíðu Háskóla Íslands, GPS mælingar Reykjanes.
Styrkir
Það er hægt að styrkja mína vinnu við þessa vefsíðu með því að nota PayPal takkann hérna á vefsíðunni. Ég er mjög blankur í Nóvember en ég vonast til þess að þetta fari að breytast á hjá mér á næsta ári en það veltur á hlutum sem ég hef enga stjórn á. Takk fyrir stuðninginn. 🙂