Tveir jarðskjálftar í Kötlu

Í dag (22-Nóvember-2020) urðu tveir jarðskjálftar í Kötlu. Annar jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,1 klukkan 11:08 en síðari jarðskjálftinn var með stærðina Mw1,2 klukkan 13:31.


Jarðskjálftavirkni í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Núverandi jarðskjálftavirkni í Kötlu er undir venjulegri jarðskjálftavirkni í eldstöðinni á þessum árstíma. Það hefur verið mjög rólegt í Kötlu í allt ár og engar líkur á því að það fari að breytast.

Styrkir

Þeir sem vilja og hafa möguleika á því geta styrkt mína vinnu með því að nota PayPal takkann hérna til hliðar. Takk fyrir stuðninginn. 🙂