Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes og jarðskjálftavirkni á Reykjaneshrygg

Í dag (29-Desember-2020) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes. Þetta eru allt saman litlir jarðskjálftar en fjöldi þeirra er talsverður. Þessi jarðskjálftavirkni kemur fram vegna þess að kvika er að troðast inn í jarðskorpuna á þessu svæði.


Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Reykjaneshryggur

Í dag (29-Desember-2020) kom fram jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 á Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálfti var mjög langt frá landi. Aðeins einn minni jarðskjálfti virðist hafa komið fram eftir stærri jarðskjálftann. Annars hefur ekki komið fram meiri jarðskjálftavirkni á Reykjaneshrygg í dag.


Jarðskjálftavirknin á Reykjaneshrygg. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.