Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Prestahnúkar

Í gær (27-Janúar-2021) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Prestahnúkar. Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,0 en aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.

Jarðskjálftar merktir með gulum punktum í suður vestur hluta eldstöðvarinnar Prestahnúkar
Jarðskjálftavirkni í Prestahnúkar eldstöðinni. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið en gæti hugsanlega hafist aftur þar sem jarðskjálftahrinur á þessu svæði eru oft lengi að fara af stað og vara stundum í mjög langan tíma. Stundum vara jarðskjálftahrinur þarna í 1 til 3 ár í það lengsta. Það eru engin merki þess að kvika sé að valda þessari jarðskjálftavirkni á þessu svæði.