Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 5-Júní-2021

Það hefur ekki orðið mikil breyting á eldgosinu í Fagradalsfjalli vikuna 28-Maí-2021 til 5-Júní-2021. Hérna er um að ræða eldstöðvarkerfið Krýsuvík-Trölladyngja.

  • Gígurinn heldur áfram að stækka. Það virðist sem að gígurinn stækki með því að það hrinur innan í honum og þá stækkar hann útá við í látunum sem fylgja í kjölfarið. Núverandi hæð gígsins er milli 300 til 500 metrar. Þetta er samt mjög illa metið í gegnum vefmyndavélar.
  • Það svæði sem hefur verið mest notað til þess að horfa á eldgosið er núna lokað þar sem hraun hefur flætt yfir gönguleiðina sem þar er.
  • Vegna þess þá er núna hætta á því að vestari varnargarðurinn fari fljótlega undir hraun og þá flæðir meira hraun niður í Nátthaga.
  • Hraunið fer ekki mjög langt en það hleðst upp í staðinn og á svæðum er þykktin orðin nokkur hundruð metrar miðað við það landslag sem þarna er.
  • Ef að eldgosið heldur áfram eins og það hefur verið að gera þá mun allt svæðið fara undir hraun á næstu 6 til 10 mánuðum. Þar sem hraunið mun bara halda áfram að hlaðast upp þarna.
  • Það er ekkert sem bendir til þess að eldgosinu sé að ljúka.

Það eru engar aðrar fréttir af eldgosinu sem ég veit um. Eldgosið heldur áfram eins og það hefur verið að gera síðan það hófst þann 19-Mars-2021. Annarstaðar á Íslandi hefur verið mjög rólegt og lítið gerst og ekkert fréttnæmt.

Vegna hausverks sem ég var með síðustu 12 klukkutímana þá er þessi grein aðeins seinna á ferðinni en venjulega.