Nýjustu upplýsingar um jarðskjálftann með stærðina Mw5,2 sunnan við Heklu

Jarðskjálftinn sem varð í dag (11-Nóvember-2021) klukkan 13:21 með stærðina Mw5,2 virðist raða sér á sprungu sem er í sömu stefnu og sprungur á suðurlandsbrotabeltinu (SISZ) frekar en sprungu sem er hluti af eldstöðvarkerfi Heklu. Hækkun á óróanum á 2 – 4Hz sem sást á nokkrum nálægum SIL stöðvum er aftur farinn að lækka og byrjaði að lækka fljótlega eftir að stóri jarðskjálftinn varð. Jarðskjálftavirkni á svæðinu er farin að minnka aftur en getur aukist á ný án viðvörunnar.

Lesa áfram „Nýjustu upplýsingar um jarðskjálftann með stærðina Mw5,2 sunnan við Heklu“

Nýlegar atburður: Jarðskjálfti með stærðina Mw5,2 í eldstöðvarkerfi Heklu

Þetta er nýlegur atburður en það varð jarðskjálfti með stærðina Mw5,2 í eldstöðvarkerfi Heklu klukkan 13:21. Það er möguleiki að þetta sé upphafið að eldgosi á þessu svæði en það hefur gosið reglulega í Vatnafjöllum á síðustu öldum, en það er of snemmt núna til þess að vera viss.

Jarðskjálftavirknin í Vatnafjöllum sem eru hluti af eldstöðvarkerfi Heklu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki möguleiki á að vita hvað gerist næst þarna. Það er hinsvegar hætta á að þarna verði jarðskjálfti með stærðina Mw7,0 en hvort að það gerist er ekki hægt að segja til um.