Kröftugir jarðskjálftar í Presthnjúkum

Ein af þeim eldstöðvum Íslands sem hefur yfirleitt aldrei jarðskjálfta er eldstöðin Presthnjúkar. Það virðist hinsvegar vera að breytast. Í gær (23-Júní-2022) klukkan 22:12 varð jarðskjálfti með stærðina MW4,6 og síðan eftirskjálfti með stærðina Mw3,7 urðu í eldstöðinni. Jarðskjálftarnir fundust á stóru svæði vestan, sunnan og norðan lands vegna þess hversu upptökin eru nærri miðju Íslands.

Tvær grænar stjörnur ofan á hverri annari í eldstöðinni Presthnjúkar, sem er merkt sem ílangur hringur í Langjökli. Norð-austan við eldstöðina Presthnjúka er eldstöðin Hveravellir
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Presthnjúkar. Höfundarréttur þessarar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er erfitt að segja til um hvað er að gerast hérna. Þar sem eldstöðin er illa þekkt. Það urðu nokkur lítil eldgos milli áranna 700 til 900, eða í kringum þau ár. Á þessari stundu er ekki hægt að segja til um það hvort að nýtt eldgosatímabil sé að hefast í eldstöðinni Presthnjúkar. Hinsvegar, vegna virkninnar sem er suður-vestur af Presthnjúkum. Þá er ekki hægt að útiloka slíkt eins og er.