Jarðskjálftahrina í Grímsfjalli

Í dag (23. Apríl 2023) klukkan 15:15 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,3 í eldstöðinni Grímsfjalli. Nokkrir minni jarðskjálftar komu fram í kjölfarið.

Græn stjarna í Grímsfjalli, ásamt nokkrum rauðum punktum undir grænu stjörnunni sem sýnir minni jarðskjálfta.
Jarðskjálftavirkni í Grísfjalli þar sem græna stjarnan er. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekkert sem bendir til þess að Grímsfjall sé að fara að gjósa í kjölfarið á þessari jarðskjálftahrinu. það gæti breyst án nokkurar viðvörunnar en er ólíklegt til þess að gerast núna. Það gætu komið fram fleiri jarðskjálftar á næstu klukkutímum.

Jarðskjálfti í Bárðarbungu

Í nótt klukkan 03:34 þann 23. Apríl 2023 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,2 í Bárðarbungu. Dýpi þessa jarðskjálfta var 4,6 km.

Græn stjarna í eldstöðinni Bárðarbungu í Vatnajökli.
Græn stjarna í eldstöðinni Bárðarbungu í Vatnajökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálfti sýnir að Bárðarbunga heldur áfram að þenjast út eins og hefur verið að gerast undanfarin ár. Svona jarðskjálftar koma fram á eins til þriggja mánaða fresti. Það hinsvegar getur gerst að lengra sé á milli þessara jarðskjálfta í Bárðarbungu.