Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes (út í sjó)

Aðfaranótt 4. Maí 2023 varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes. Þetta var ekki mjög stór jarðskjálftahrina og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,4. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.

Jarðskjálftahrinan er í neðri vestari hluta kortsins frá Veðurstofu Íslands. Þar er einnig græn stjarna ásamt þeim punktum sem sýna minni jarðskjálfta. Það eru einnig nokkrir punktar í öðrum eldstöðvum sem sýnir minni jarðskjálfta.
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni í Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að þarna hafi orðið kvikuinnskot í eldstöðinni Reykjanes án þess að það hafi komið af stað eldgosi. Það hafa orðið nokkuð mörg kvikuinnskot í eldstöðinni Reykjanes án þess að það hafi komið af stað eldgosi. Það er mjög líklega það sem mun gerast núna.

Kröftug jarðskjálftahrina í Kötlu

Í morgun hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu. Þegar þessi grein er skrifuð þá var stærsti jarðskjálftinn með stærðina Mw4,8 og annar stærsti jarðskjálftinn með stærðina Mw4,7 og þriðji stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw4,5. Þessir jarðskjálftar fundust á nálægum sveitarbæjum og í nálægu þéttbýli í kringum Kötlu. Það hafa einnig orðið mjög margir litlir jarðskjálftar í Kötlu.

Þrjár grænar stjörnur í öskju Kötlu ásamt rauðum punktum. Þetta sýnir jarðskjálftavirknina í Kötlu.
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hafa ekki orðið neinar breytingar á óróanum í eldstöðinni Kötlu. Það gerir eldgos ólíklegra þegar þessi grein er skrifuð en þetta gæti breyst án nokkurar viðvörunnar. Flugkóðinn hefur verið færður yfir á gult og hægt er að skoða hann hérna.

Ég mun skrifa nýja grein ef eitthvað meira gerist í eldstöðinni Kötlu.