Aukinn jarðhiti í Öskju

Þetta er stutt grein um stöðuna í Öskju. Ég er að sjá mjög misvísandi upplýsingar um það sem er að gerast núna og því hef ég greinina stutta.

Það virðist sem að jarðhiti og gas sé farið að aukast í og í kringum eldstöðina Öskju vegna þeirrar þenslu sem er þarna að eiga sér stað. Þegar þessi grein er skrifuð, þá virðist þenslan vera í kringum 80mm til 100mm. Þær fréttir sem ég hef séð af svæðinu gefa ekki nógu góða mynd af því sem er að gerast þarna. Vegna þess er ég að takmarka umfjöllun mína um Öskju, þangað til að það er orðið skýrara hvað er að gerast í Öskju.

Það er ráðlegging hjá Veðurstofu Íslands að fólk almennt ferðist ekki í kringum eða nágrenni við Öskju vegna hættu á gasi eða skyndilegs eldgoss. Það er engin sérstök jarðskjálftavirkni sem fylgir þessum breytingum og það gerir mjög erfitt að átta sig á því hvað er að gerast í Öskju. Staðan í Öskju gæti breyst án viðvörunnar, eins og er stundum staðan í þessum eldstöðvum.

Jarðskjálftavirkni í Hofsjökli

Í gær (12. Ágúst 2023) varð lítil jarðskjálftahrina í Hofsjökli. Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,0 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw2.5. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Þetta svæði er mjög afskekkt og það hafa ekki komið fram neinar tilkynningar um að þessir jarðskjálftar hafi fundist.

Punktar í norður hluta Hofsjökuls sýnir jarðskjálftavirknina. Þessir punktar raðast upp í línu sem er norður suður. Það er einn punktur á barmi öskju Hofsjökuls. Hofsjökull er í miðjunni á þessu korti. Fyrir vestan er Langjökull og síðan suður-austur af Hofsjökli er Vatnajökull.
Jarðskjálftavirkni í Hofsjökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Samkvæmt frétt á Morgunblaðinu þá fannst gas lykt á svæðinu við Hofsjökul eftir jarðskjálftavirknina. Það er því hætta á að það sé gas í kringum Hofsjökul og þá sérstaklega nærri svæðum sem eru næst jarðskjálftahrinunni.

Ég er ekki með neinar aðrar upplýsingar um Hofsjökul. Þar sem síðasta eldgos í Hofsjökli varð fyrir meira en 12.000 árum síðan. Það hafa í mesta lagi verið lítil eldgos sem mynduðu hraun sem eru í kringum Hofsjökul á síðustu 12.000 árum. Ég reikna ekki með eldgosum núna en þessi jarðskjálftavirkni þýðir að einhver breyting hefur átt sér stað í Hofsjökli. Þessi breyting er líklega langtímabreyting en hversu langan tíma er um að ræða veit ég ekki. Þetta gæti verið frá næstu 100 til 500 árum eða jafnvel aldrei. Hofsjökull er á sínu eigin rekbelti sem er hægt og rólega að deyja út. Á þessu rekbelti eru bara eldstöðvanar Hofsjökull og Kerlingafjöll (?). Þetta rekbelti er um 5 til 10 milljón ára gamalt og er hægt deyjandi út.