Lítil jarðskjálftahrina í Brennisteinsfjöllum nærri Bláfjallaskála

Í gær (25-Júní 2024) klukkan 17:07 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í Brennisteinsfjöllum á svæði nærri Bláfjallarskála. Nærri skíðasvæðinu sem er þarna.

Græn stjarna þar sem jarðskjálftinn varð í Brennisteinsfjöllum við Bláfjallarskála. Það eru minni punktar sem sína minni jarðskjálfta sem hafa orðið á Reykjanesskaga síðustu 48 klukkutíma.
Jarðskjálftinn í Brennisteinsfjöllum við Bláfjallarskála. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálfti var hluti af lítilli jarðskjálftahrinu á sama svæði. Það hefur aftur dregið úr þessari virkni á þessu svæði.

Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum

Í gær (24-Júní 2024) klukkan 22:42 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í Brennisteinsfjöllum.

Græn stjarna í Brennisteinsfjöllum sem eru fyrir austan Kleifarvatn. Auk þess eru punktar sem sýna minni jarðskjálfta á sama svæði.
Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það eru ekki neinar tilkynningar um að þessi jarðskjálfti hafi fundist. Það er ennþá hætta á eftirskjálftum á þessu svæði í Brennisteinsfjöllum.

Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Kötlu

Í gær (19-Júní 2024) klukkan 21:26 varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,3 en í kjölfarið á þeim jarðskjálfta urðu nokkrir minni jarðskjálftar.

Græn stjarna innan öskju Kötlu.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðan þessi jarðskjálftavirkni varð, þá hefur dregið úr jarðskjálftavirkninni í Kötlu. Það er ekki hægt að segja til um það hvort að eitthvað meira muni gerast í eldstöðinni núna. Venjulega er meiri jarðskjálftavirkni í Kötlu yfir sumartímann.