Mögulega lítið eldgos í Kötlu, jökulflóð ennþá í gangi

Í gær (26-Júlí 2024) virðist hafa hafist lítið eldgos í Kötlu. Þegar þessi grein er skrifuð, þá virðist sem að þessu eldgosi sé lokið í dag (27-Júlí 2024). Eldgos getur hafist aftur í Kötlu án mikils fyrirvara eða viðvörunnar. Óróinn er einnig mjög óljós vegna jökulhlaupsins. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur mælst var með stærðina Mw2,9. Þegar þessi grein er skrifuð.

Rauðir punktar í öskju Kötlu sem sýnir jarðskjálftavirknina síðustu klukkutímana.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Kötlu síðustu klukkutímana. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Óróagraf frá Veðurstofunni sem sýnir hækkun á óróanum í dag (27-Júlí 2024) og hvernig hann einnig lækkar snögglega.
Óróinn í Austmannsbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jökulflóðið er ennþá í gangi og verður í gangi næstu klukkutímana. Svæðið í kringum Mýrdalsjökul er hættulegt vegna þess.

Jarðskjálftahrina í Brennisteinsfjöllum

Í dag (5-Júlí 2024) varð jarðskjálftahrina í Brennisteinsfjöllum. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,1 klukkan 07:17 og fannst í Reykjavík og á nálægum svæðum.

Græn stjarna sem sýnir stærsta jarðskjálftann á vestanverðu kortinu og síðan appelsínugulir punktar sem sýna litla jarðskjálfta á sama svæði.
Jarðskjálftahrinan í Brennisteinsfjöllum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar þessi grein er skrifuð. Þá virðist sem að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið. Þessi jarðskjálftahrina gæti alltaf byrjað aftur, þar sem jarðskjálftavirkni er mjög algeng þarna.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Presthnúkar

Í gær (3-Júlí 2024) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Presthnúkar. Stærsti jarðskjálftinn sem varð í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,3. Samkvæmt fréttum, þá fannst sá jarðskjálfti á nálægum ferðamannasvæðum.

Græn stjarna þar sem stærsti jarðskjálftinn varð í eldstöðinni Presthnúkar, þá í norðanveðri eldstöðinni. Punktar sýna minni jarðskjálfta þarna á sama svæði.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Presthnúkar. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það verða ekki margar jarðskjálftahrinur á þessu svæði. Á þessari stundu reikna ég ekki með frekari virkni í þessari eldstöð. Þessari jarðskjálftahrinu virðist einnig vera lokið.