Jarðskjálftahrina í Brennisteinsfjöllum

Í dag (5-Júlí 2024) varð jarðskjálftahrina í Brennisteinsfjöllum. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,1 klukkan 07:17 og fannst í Reykjavík og á nálægum svæðum.

Græn stjarna sem sýnir stærsta jarðskjálftann á vestanverðu kortinu og síðan appelsínugulir punktar sem sýna litla jarðskjálfta á sama svæði.
Jarðskjálftahrinan í Brennisteinsfjöllum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar þessi grein er skrifuð. Þá virðist sem að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið. Þessi jarðskjálftahrina gæti alltaf byrjað aftur, þar sem jarðskjálftavirkni er mjög algeng þarna.