Í dag (5-Júlí 2024) varð jarðskjálftahrina í Brennisteinsfjöllum. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,1 klukkan 07:17 og fannst í Reykjavík og á nálægum svæðum.
Þegar þessi grein er skrifuð. Þá virðist sem að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið. Þessi jarðskjálftahrina gæti alltaf byrjað aftur, þar sem jarðskjálftavirkni er mjög algeng þarna.