Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík

Í gær (25. Ágúst 2024) klukkan 23:56 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,6 í eldstöðinni Krýsuvík. Þessi jarðskjálfti fannst í Reykjavík og nágrenni.

Græn stjarna suður af Kleifarvatni ásamt appelsínugulum punktum sem sýna minni jarðskjálfta á sama svæði.
Jarðskjálftahrinan í Krýsuvík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta er hefðbundinn brotajarðskjálfti eftir því sem ég fæ best séð. Ég veit ekki hvort að jarðskorpan er að bregðast við stöðugum spennubreytingum vegna þenslu og sigs í eldstöðinni Svartsengi. Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið núna.

Staðan í eldgosinu í Svartsengi þann 23. Ágúst 2024 klukkan 18:38

Staðan í eldgosinu í Svartsengi þann 23. Ágúst 2024 klukkan 18:11. Þessi grein getur orðið úrelt mjög hratt og án viðvörunnar.

  • Eldgosið er núna á 2 km langri sprungu sem er nyrst og staðsett nærri Stóra Skógarfelli. Heildarlengd gossprungar er í kringum 7 km en mestur hluti af sprungunni er hættur að gjósa.
  • Hægt er að sjá eldgosið á leiðinni til Keflavíkur eða Keflavíkurflugvallar.
  • Það er ekki hægt að segja hversu lengi eldgosið mun vara. Það hefur verið minnkandi gosórói síðan klukkan 06:00 í morgun. Eldgosið gæti varað í nokkra daga eða í mánuð, það er ekki hægt að segja til um það núna.
  • Veðurstofan tapaði jarðskjálftamæli (Litla Skógarfell) og GPS stöð á svipuðum svæði undir hraun. Eins og er, þá eru þetta bara tvær stöðvar. Þar sem einni GPS stöð var komið í skjól (Norðurljósarvegur) fyrr í Ágúst.
  • Stærstu jarðskjálftanir sem hafa orðið núna voru með stærðina Mw4,1 og síðan Mw3,3. Stærri jarðskjálftinn var rétt við eldstöðina Fagradalsfjall. Minni jarðskjálftinn var í fjallinu Keilir. Stærri jarðskjálftinn fannst í Reykjavík og nálægum svæðum.

Þetta eldgos getur breyst án mikillar viðvörunnar.  Ef eitthvað gerist sem er þess virði að skrifa um. Þá mun ég skrifa um hvað er að gerast.

Eldgos hafið í eldstöðinni Svartsengi, í Sundhnúkagígum

Eldgos hófst í Svartsengi klukkan 21:26 í Sundhnúkagígaröðinni. Eldgosið er mjög kraftmikið eins og er alltaf í upphafi þessara eldgosa. Tíminn frá því að jarðskjálftavirknin hófst og þangað til að eldgosið hófst var ekki nema 30 til 40 mínútur.

Ég mun setja inn frekari upplýsingar ef það eru einhverjar nýjar upplýsingar til að skrifa um. Síðasta eldgos á þessu svæði hófst þann 29. Maí og lauk 22. Júní.