Í dag (30-September 2024) klukkan 05:35 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,6 í eldstöðinni Kötlu. Þessi jarðskjálfti fannst ekki. Þessi jarðskjálfti varð eftir minniháttar jökulflóð frá Mýrdalsjökli.
Það hefur ekki orðið frekari jarðskjálftavirkni síðan þessi jarðskjálftavirkni átti sér stað. Þegar þessi grein er skrifuð, þá er mjög rólegt í eldstöðinni Kötlu og hefur verið það síðan lítið eldgos varð í Kötlu í Júlí. Bæði lítil og stór jökulflóð geta komið frá Mýrdalsjökli án mikillar viðvörunnar.