Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Kötlu

Í dag (30-September 2024) klukkan 05:35 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,6 í eldstöðinni Kötlu. Þessi jarðskjálfti fannst ekki. Þessi jarðskjálfti varð eftir minniháttar jökulflóð frá Mýrdalsjökli.

Græn stjarna í norður hluta öskju Kötlu. Auk nokkura punkta sem sýna minni jarðskjálfta á sama svæði.
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur ekki orðið frekari jarðskjálftavirkni síðan þessi jarðskjálftavirkni átti sér stað. Þegar þessi grein er skrifuð, þá er mjög rólegt í eldstöðinni Kötlu og hefur verið það síðan lítið eldgos varð í Kötlu í Júlí. Bæði lítil og stór jökulflóð geta komið frá Mýrdalsjökli án mikillar viðvörunnar.

Tveir jarðskjálftar í eldstöðvarkerfinu Krýsuvík-Trölladyngja

Í dag (29-September 2024) klukkan 17:40 og 17:43 urðu tveir jarðskjálftar með stærðina Mw3,6 og Mw3,3 í eldstöðvarkerfinu Krýsuvík-Trölladyngja. Jarðskjálftarnir fundust á höfuðborgarsvæðinu og annari nálægri byggð.

Tvær grænar stjörnur ofan á hverri annari sem sýnir stærstu jarðskjálftana. Einnig eru appelsínugulir og bláir punktar sem sýna minni jarðskjálfta frá síðustu dögum. Einnig er punktar annarstaðar á Reykjanesskaga sem sýnir jarðskjálftavirkni þar.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðvarkerfinu Krýsuvík-Trölladyngja. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin hefur verið að aukast síðustu vikur í eldstöðvarkerfinu Krýsuvík-Trölladyngja. Ástæða þessar auknu jarðskjálftavirkni er óljós þessa stundina.

Jarðskjálfti með stærðina Mw5,0 í Bárðarbungu

Í dag (3-September 2024) klukkan 16:31 varð jarðskjálfti með stærðina Mw5,0 í Bárðarbungu. Það komu nokkrir minni jarðskjálftar í kjölfarið. Það varð einnig aukning á minni jarðskjálftum í Bárðarbungu síðustu daga.

Græn stjarna í eystri hluta eldstöðvarinnar Bárðarbungu, auk appelsínugulra punkta sem sýna minni jarðskjálfta í öskjunni.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi stærð af jarðskjálfta í Bárðarbungu mun eiga sér stað einu sinni til tvisvar á ári næstu 40 til 60 árin. Ég reikna ekki með eldgosi í Bárðarbungu fyrr en í fyrsta lagi árið 2090 en líklega ekki fyrr en í kringum árið 2120. Þangað til verða áratugir af svona jarðskjálftavirkni eins og varð í dag.