Frekar sterkur jarðskjálfti í eldstöðinni Hamarinn í Vatnajökli

Í dag (18. September 2025) klukkan 00:04 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,6 í eldstöðinni Hamarinn í Vatnajökli. Þessi eldstöð er suður af eldstöðinni Bárðarbungu og er innan sama sprungusveims. Lítill eftirskjálfti varð nokkru eftir megin jarðskjálftann. Það eru engin merki um það að eldgos sé að fara að hefjast í Hamrinum. Það varð jarðskjálfti í þessari eldstöð á síðasta ári en aðeins minni.

Græn stjarna í eldstöðinni Hamarinn í Vatnajökli, sem er suður-vestur af eldstöðinni Bárðarbungu.
Jarðskjálfti í eldstöðinni Hamarinn í Vatnajökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er erfitt að segja til um það hvort að þarna verði fleiri jarðskjálftar. Eins og er, þá er það ólíklegt.