Kröftug jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu

Í gær (19-Júní-2020) hófst kröftug jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu norðan við Gjögurtá. Hérna er um að ræða flekajarðskjálfta sem tengjast ekki neinni þekktri eldstöð. Á því svæði þar sem jarðskjálftahrinan á sér stað er mjög líklega rekdalur (rift valley) sem virðist vera tengdur eldstöðinni Kolbeinsey til norðurs. Þessi rekdalur er einnig tengdur inná misgengi sem er þarna frá Flatey til austurs og kallast Flateyjar-misgengið. Samkvæmt Veðurstofu Íslands er þetta misgengi samtengi misgengi (transform fault). Þó svo að það hafi dregið úr jarðskjálftavirkni síðustu klukkutíma þá er þessari jarðskjálftahrinu ekki lokið þó svo að jarðskjálftavirknin hafi aðeins dottið niður síðustu klukkutímana. Þegar þessi grein er skrifuð er stærsti jarðskjálftinn með stærðina Mw3,8 klukkan 03:47. Það hafa mæst meira en 400 jarðskjálftar síðasta sólarhringinn á þessu svæði samkvæmt Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu klukkan 13:00. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Yfirfarnir jarðskjálftar hjá Veðurstofu Íslands. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er þekkt að jarðskjálftahrinur þarna geta varað allt að nokkrar vikur í lengstu jarðskjálftahrinunum. Það er því hætta því að þessi jarðskjálftahrina muni vara í nokkrar vikur þó svo að jarðskjálftavirknin detti niður á nokkura klukkutíma fresti.

Styrkir

Þeir sem vilja geta styrkt mig með því að nota PayPal takkann hérna á síðunni. Það hjálpar mér með vefsíðuna. Takk fyrir stuðninginn. 🙂
Ég mun fljótlega færa PayPal takkana á styrkir síðuna í þeirri tilraun að einfalda allt í kringum styrkina fyrir fólk sem vill styrkja mig.

Jarðskjálftahrina vestur af Kópaskeri

Í dag (27-Mars 2020) varð jarðskjálftahrina snemma í morgun vestur af Kópaskeri. Þessi jarðskjálftahrina virðist að mestu verið lokið þegar þessi grein er skrifuð. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina Mw3,1 en aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftahrinan vestan við Kópasker (græna stjarnan). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er hefðbundin og tengist ekki neinum kvikuhreyfingum heldur er hérna aðeins um að ræða spennubreytingar í jarðskorpunni á þessu svæði. Það hafa orðið jarðskjálftahrinur á þessu svæði undanfarna mánuði.

Staðan á jarðskjálftahrinunni á Tjörnesbrotabeltinu

Í dag (21-Október-2019) klukkan 12:25 hætti jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Þetta er frekar óvenjulegt þar sem venjulega hætta svona stórar jarðskjálftahrinur ekki með þessum hætti. Nærri því 500 jarðskjálftar hafa mælst í þessari jarðskjálftahrinu.


Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu eins og hún var í dag. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir í þessari jarðskjálftahrinu voru með stærðina 3,5 / 3,2 og 3,1. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Stærstu jarðskjálftarnir fundust á Húsavík samkvæmt fréttum. Þó svo að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið þýðir það ekki að jarðskjálftavirkni sé lokið á þessu svæði. Þessi jarðskjálftavirkni virðist hafa eingöngu verið flekahreyfing og ekkert bendir til þess að kvika hafi verið hérna á ferðinni og valdið þessari jarðskjálftahrinu.

Jarðskjálftahrina í austurhluta Tjörnesbrotabeltisins (nærri ströndinni)

Í dag (19-Október-2019) hófst jarðskjálftahrina í austurhluta Tjörnesbrotabeltisins nærri ströndinni og því gætu stærri jarðskjálftar fundist ef þeir verða í þessari jarðskjálftahrinu. Þessi jarðskjálftahrina virðist stefna í að verða stór jarðskjálftahrina með mikið af jarðskjálftum á hverri mínútu.


Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég er með takmarkaðan aðgang að internetinu fram til 1. Nóvember þannig að ég mun líklega ekki ná að uppfæra þessa grein tímanlega ef eitthvað stórt gerist í þessari jarðskjálftahrinu.

Ný jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu

Í morgun (27-Júlí-2019) varð ný jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu. Þessi jarðskjálftahrina er aðeins norðar en jarðskjálftinn með stærðina Mw4,3 sem átti sér stað þann 27-Júlí-2019 og það þýðir að þessi jarðskjálftahrina á sér stað á öðru misgengi en því sem jarðskjálftinn með stærðina Mw4,3 átti sér stað. Það er óljóst hvort að þessi jarðskjálftahrina er tengd M4,3 jarðskjálftanum þann 24-Júlí-2019.


Jarðskjálftahrinan norður af Siglufirði (græna stjarnan). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir þegar þessi grein er skrifuð voru með stærðina Mw3,2. Það er ýmislegt sem bendir til þess að þessi jarðskjálftahrina sé ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð. Síðasti jarðskjálftinn varð klukkan 20:07 og var með stærðina Mw2,7 (sjálfvirk). Hættan er að það komi fram jarðskjálftahrina án mikillar viðvörunar og það er mikil hætta á jarðskjálftahrinu sem er stærri en það hefur komið fram hingað til. Staðsetning þessara jarðskjálftahrina mun verða handahófskennd og verður hugsanlega á landi en mestar líkur á því að slík jarðskjálftahrina yrði úti í sjó. Það er ekki nein leið að segja til um það hvar næsta jarðskjálftahrina verður.

Jarðskjálftahrina á norðurhluta Tjörnesbrotabeltisins (norð-vestur af Grímsey)

Þann 24-Júlí-2019 urðu jarðskjálftar klukkan 23:40 og 23:42. Þeir jarðskjálftar voru með stærðina Mw3,3 og Mw3,6 og urðu þessir jarðskjálftar rúmlega 39 km norð-vestur af Grímsey. Í kjölfarið á stærstu jarðskjálftunum kom hrina af minni jarðskjálftum og var stærsti jarðskjálftinn þar með stærðina Mw2,5. Þessir jarðskjálftar fundust ekki vegna fjarlægðar frá landi.


Jarðskjálftavirknin 39 km norð-vestur af Grímsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst hvort að þessi jarðskjálftavirkni tengist Mw4,3 jarðskjálftanum sem varð þann 24-Júlí-2019.

Jarðskjálftinn úti við Siglufjörð (Tjörnesbrotabeltið)

Í gær (24-Júlí-2019) klukkan 00:55 varð jarðskjálfti með stærðina 4,3 um 20 km norð-norð-vestur af Siglufirði. Stærð þessa jarðskjálfta var upphaflega Mw4,6 en var lækkuð niður í Mw4,3 eftir að farið hafði verið yfir jarðskjálftagögnin. Þessi jarðskjálfti fannst yfir stórt svæði og olli minniháttar tjóni á hlutum sem féllu úr hillum og brotnuðu. Stærsti eftirskjálftinn var með stærðina 2,7 þegar þessi grein er skrifuð. Þarna varð jarðskjálftahrina árið 2012 með jarðskjálftum sem náðu stærðinni Mw5,6 og Mw5,5.


Jarðskjálftinn nærri Siglufirði (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftinn eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Höfundaréttur tilheyrir Jóni Frímanni Jónssyni.


Lóðrétta hreyfingin (Z) á jarðskjálftamælinum. Höfundaréttur tilheyrir Jóni Frímanni Jónssyni.

Það er möguleiki á því að jarðskjálftavirkni sé að aukast á Tjörnesbrotabeltinu enda er langt síðan þarna varð stór jarðskjálfti. Þá á ég við jarðskjálfti sem er með stærðina Mw6,0 eða stærri.

Jarðskjálfti með stærðina Mw4,6 [sjálfvirk stærð] fannst á norðanlands

Klukkan 00:55 þann 24-Júlí-2019 varð jarðskjálfti með stærðina 4,6 (sjálfvirk stærð) norðanlands. Þessi jarðskjálfti varð um 20 norð-norð-vestur af Siglufirði. Þessi jarðskjálfti fannst yfir mjög stórt svæði. Ég hef ekki frekari upplýsingar á þessari stundu.


Jarðskjálftinn eins og hann kom fram í Böðvarshólum. Þetta er lóðrétt (Z).


Jarðskjálftinn eins og hann kom fram í Böðvarshólum. Þetta er norður-suður.


Jarðskjálftinn eins og hann kom fram í Böðvarshólum. Þetta er austur-vestur.

Ég mun skrifa frekari grein á morgun eftir vinnu um þennan jarðskjálfta svo lengi sem ekkert meira gerist.

Jarðskjálftahrina á suðurhluta Tjörnesbrotabeltsins (TFZ)

Síðan í gær (6-Júlí-2019) hefur verið jarðskjálftahrina í gangi í suðurhluta Tjörnesbrotabeltisins. Fjöldi mældra jarðskjálfta er meiri en 170 þegar þessi grein er skrifuð. Þessi tala mun verða fljótlega úrelt. Það er ekki kominn tala á stærstu jarðskjálftana sem þarna hafa orðið þar sem sjálfvirka kerfið er ekki alltaf nákvæmt.


Jarðskjálftahrinan í suðurhluta Tjörnesbrotabeltisins. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er eldstöð á þessu svæði sem gaus síðast árið 1868 í einn mánuð (Desember 1867 til Janúar 1868) samkvæmt sögulegum gögnum. Það er ekkert sem bendir til þess að þessi jarðskjálftavirkni tengist þeirri eldstöð. Ég veit ekki hvort að það mun breytast. Upplýsingar um eldstöðina er að finna hérna á vefsíðu Global Volcanism Program.

Jarðskjálftahrina austan við Grímsey (Tjörnesbrotabeltið)

Í dag (30-Júní-2019) þá hófst jarðskjálftahrina austan við Grímsey. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,6. Það eru engar fregnir af því að þessi jarðskjálfti hafi fundist.


Jarðskjálftahrinan austan við Grímsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í ár hafa orðið nokkrar jarðskjálftahrinur á þessu svæði og það má reikna með frekari jarðskjálftavirkni á þessu svæði á næstu mánuðum. Þessi jarðskjálftavirkni virðist eingöngu vera tengd jarðskorpuhreyfingum á svæðinu.