Jarðskjálftinn úti við Siglufjörð (Tjörnesbrotabeltið)

Í gær (24-Júlí-2019) klukkan 00:55 varð jarðskjálfti með stærðina 4,3 um 20 km norð-norð-vestur af Siglufirði. Stærð þessa jarðskjálfta var upphaflega Mw4,6 en var lækkuð niður í Mw4,3 eftir að farið hafði verið yfir jarðskjálftagögnin. Þessi jarðskjálfti fannst yfir stórt svæði og olli minniháttar tjóni á hlutum sem féllu úr hillum og brotnuðu. Stærsti eftirskjálftinn var með stærðina 2,7 þegar þessi grein er skrifuð. Þarna varð jarðskjálftahrina árið 2012 með jarðskjálftum sem náðu stærðinni Mw5,6 og Mw5,5.


Jarðskjálftinn nærri Siglufirði (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftinn eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Höfundaréttur tilheyrir Jóni Frímanni Jónssyni.


Lóðrétta hreyfingin (Z) á jarðskjálftamælinum. Höfundaréttur tilheyrir Jóni Frímanni Jónssyni.

Það er möguleiki á því að jarðskjálftavirkni sé að aukast á Tjörnesbrotabeltinu enda er langt síðan þarna varð stór jarðskjálfti. Þá á ég við jarðskjálfti sem er með stærðina Mw6,0 eða stærri.