Jarðskjálftavirkni og fleira í Grímsfjalli

Í gær (29-Janúar-2021) klukkan 23:34 varð jarðskjálfti með stærðina Mw2,4 í Grímsfjalli. Það voru nokkrir minni jarðskjálftar fyrir og eftir að stærsti jarðskjálftinn kom fram. Það varð engin breyting á óróagröfum í kringum þennan jarðskjálfta.

Jarðskjálfti í austur hluta Grímsfjalls er merktur sem gulur punktur auk fleiri jarðskjálfta á sama svæði. Grímsfjall er í miðjum Vatnajökli og er merkt með þríhirningi sem sýnir staðsetningu jarðskjálftamælis Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftavirkni í Grímsfjöllum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur einnig verið sagt frá í fréttum að jökullinn sem er ofan á Grímsvatni er í hæstu stöðu síðan árið 1996. Þensla vegna kvikusöfnunar er núna í austari hluta Grímsfjalls á svæði sem kallast Eystri Svíahnúkur. Kvikuþrýstingur er í dag jafn eða meiri en þegar Grímsfjall gaus í Maí árið 2011.

Heimildir og fréttir

Íshellan í Grímsvötnum ekki mælst hærri í 25 ár (Rúv.is)
Fundur í vísindaráði almannavarna (Almannavarnir.is)

Viðvörunarstig fyrir Grímsfjall fært yfir á gult fyrir flug

Í dag (30-September-2020) var eldstöðin Grímsfjall fært yfir á gult viðvörunarstig hjá Veðurstofu Íslands. Þetta bendir sterklega til þess að Veðurstofan álíti sem svo að eldgos sé hugsanlega yfirvofandi í Grímsfjalli á næstu dögum eða vikum. Það er búist við því að eldgos hefjist þegar það verður jökulflóð úr Grímsvötnum sem eru í öskju Grímsfjalla.


Viðvörunarstig Grímsfjalls. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að segja til um það hvort að eldgosið sem hugsanlega kemur yrði stórt eða lítið. Það sem er hægt að gera núna er að halda áfram að vakta Grímsfjall og fylgjast með stöðunni til að sjá hvort að eitthvað sé að gerast. Þessa stundina er allt rólegt.

Aukið gasútstreymi og jarðhiti í Grímsfjalli

Samkvæmt frétt á Vísir í gær (10-Júní-2020) hefur orðið vart við aukið útstreymi gass og aukin jarðhita í Grímsfjalli á síðustu mánuðum. Þessu hefur fylgt aukin jarðskjálftavirkni í Grímsfjalli. Samkvæmt fréttinni þá er aukin hætta á eldgosi í kjölfarið á jökulflóði frá Grímsvötnum þegar þrýstingum léttir af kvikunni.


Uppsöfnuð orka jarðskjálfta í Grísmfjalli síðan eldgosinu 2011. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er búist við því að næsta eldgos í Grímsfjalli verði hefðbundið eldgos en eldgosið í Maí 2011 var stærsta eldgos í Grímsvötnum í 138 ár. Þá hafði síðast orðið eldgos af þessari stærð í Grímsfjalli árið 1873 og þá tók Grísmfjall 10 ár að verða tilbúið fyrir næsta eldgos.

Það hefur einnig orðið aukning í jarðskjálftum í eldstöðinni Þórðarhyrna en vegna skorts á gögnum þá er óljóst hvað það þýðir. Síðasta eldgosi í Þórðarhyrnu lauk 12 Janúar 1904.

Frétt Vísir

Merki um aukið útstreymi kvikugass úr Grímsvötnum

Jarðskjálftavirkni í Grímsvötnum og Þórðarhyrnu

Afsakið grein sem kemur seint. Ég hef verið í öðrum verkefnum sem snúa að því að taka myndir og setja inn á Instagram aðganginn hjá mér sem er hægt að skoða hérna.

Tvær jarðskjálftahrinur hafa komið fram sem ég er að hafa augun með. Þessi jarðskjálftavirkni er í Grímsvötnum og Þórðarhyrnu. Síðasta eldgos sem varð í Þórðarhyrnu var árið 1902 og á sama tíma gaus í Grímsvötnum. Síðustu mánuði hefur verið aukning í jarðskjálftum í Þórðarhyrnu og einnig í Grímsvötnum á sama tíma. Þetta er ekki alveg samstíga aukning en fer mjög nærri því þegar þessi grein er skrifuð. Síðast gaus Þórðarhyrna ein og sér árið 1887 (15 Ágúst) til 1889 (?).


Jarðskjálftavirkni í Grímsvötnum og Þórðarhyrnu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það verður meiriháttar vandamál ef að eldgos verður í Þórðarhyrnu þar sem eldstöðin er öll undir jökli og það mundi valda miklum jökulflóðum. Jökulinn á þessu svæði er 200 metra þykkur og líklega þykkari en það á svæðum. Í Grímsvötnum er hættan sú að það fari að gjósa utan öskjunnar sem mundi valda jökulflóðum og öðrum alvarlegum vandamálum.

Styrkir

Ég minni fólk að styrkja mínu vinnu með styrkjum. Það hjálpar mér að vera með þessa vefsíðu og skrifa greinar hérna. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Jarðskjálftavirkni í Þórðarhyrnu

Síðastliðna nótt (3-Desember-2018) varð jarðskjálftavirkni í Þórðarhyrnu (enginn GVP síða, undir Grímsvötn). Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,1 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,0.


Þórðarhyrna er suð-vestur af Grímsvötnum. Sést þar sem eru gulir jarðskjálftar merktir inn. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðasta eldgos í Þórðarhyrnu var árið 1902 Desember og var til 12 Janúar 1904. Það eldgos var með stærðina VEI=4 og á sama tíma gaus í Grímsvötnum.

Jarðskjálftavirkni í Grímsvötnum

Aðfaranótt 23-Nóvember-2018 varð jarðskjálfti með stærðina 3,1 í Grímsvötnum. Aðeins einn eftirskjálfti kom fram og var sá skjálfti með stærðina 0,9.


Jarðskjálftavirkni í Grímsvötnum. Græna stjarnan er jarðskjálftinn með stærðina 3,1. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Engin breyting varð á óróaplottum í kjölfarið á þessum jarðskjálfta. Síðasta eldgos í Grímsvötnum varð árið 2011.

Jarðskjálftavirkni í Grímsvötnum

Síðastliðna nótt var jarðskjálftavirkni í Grímsvötnum. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,6 en aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Grímsvötnum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í gær (06-Nóvember-2018) var einnig jarðskjálftavirkni í Grímsvötnum en sú jarðskjálftavirkni var miklu minni en jarðskjálftavirknin sem kom fram síðastliðna nótt. Á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara að hefjast í Grímsvötnum. Það hefur ekki orðið nein frekari jarðskjálftavirkni í dag í Grímsvötnum.

Jökulflóð farið af stað úr Grímsvötnum

Samkvæmt fréttum þá er jökulflóð farið af stað úr Grímsvötnum og er búist við því að það nái láglendi á morgun. Ég er ekki að reikna með eldgosi í Grímsvötnum vegna þessa jökulflóðs. Ef það verður eldgos í Grímsvötnum í kjölfarið á þessu flóði þá reikna ég ekki með því að það verði stórt.

Ég mun uppfæra þessa grein eftir því sem þarf eða skrifa nýja grein ef eitthvað stórt gerist.

Örlítil aukning í jarðskjálftavirkni í Grímsvötnum síðustu mánuði

Síðustu mánuði hefur verið örlítil aukning í jarðskjálftavirkni í Grímsvötnum. Þessi aukna jarðskjálftavirkni í Grímsvötnum bendir sterklega til þess að eldstöðin sé í síðari stigum þess að undirbúa sig fyrir eldgos.


Jarðskjálftavirknin í Grímsvötnum (fyrir miðju). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðasta eldgos í Grímsvötnum var árið 2011 og var með stærðina VEI=4 og er líklega stærsta eldgos í Grímsvötnum síðustu 140 árin. Ég reikna ekki með að næsta eldgos í Grímsvötnum verði stórt, það er hinsvegar engin leið til þess að segja til um fyrir víst fyrr en eldgos á sér stað. Það eina sem er öruggt er að ekki er langt í næsta eldgos í Grímsvötnum.


Tími milli eldgosa í Grímsvötnum síðan árið 2000, þessi mynd gefur góða hugmynd um tíma milli eldgosa í Grímsvötnum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðan árið 2000 hefur verið eldgos í Grímsvötnum með rúmlega 2200 daga millibili. Það er farið að styttast í þann dagafjölda samkvæmt myndinni að ofan.

Lítið jökulhlaup úr Grímsvötnum

Þann 18 Ágúst 2016 hófst lítið jökulhlaup úr Grímsvötnum. Samkvæmt fréttum er þetta mjög lítið jökulhlaup og hefur íshellan eingöngu lækkað um fimm metra síðan 18 Ágúst.

grf.svd.23.08.2016.at.14.51.utc
Órói sem hefur fylgt þessu jökulhlaupi á Grímsvötn SIL stöðinni. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta jökulflóð fer í Gígjukvísl samkvæmt Veðurstofu Íslands, eins og staðan er núna þá heldur Veðurstofan að það sé ekki nein hætta af þessu jökulflóði. Mesta hættan stafar af gasi sem er í jökulvatninu og losnar þegar þrýstingur fellur við það að jökulvatnið kemur undan jöklinum. Engra stórra breytinga er að vænta í Gígjukvísl vegna þess að þetta jökuflóð er mjög lítið.

Fréttir af þessu jökulflóði

Lítið jökulhlaup hafið úr Grímsvötnum (Rúv.is)
Jök­ul­hlaup hafið úr Grím­svötn­um (mbl.is)