Jarðskjálftavirkni í Grímsvötnum

Síðastliðna nótt var jarðskjálftavirkni í Grímsvötnum. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,6 en aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Grímsvötnum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í gær (06-Nóvember-2018) var einnig jarðskjálftavirkni í Grímsvötnum en sú jarðskjálftavirkni var miklu minni en jarðskjálftavirknin sem kom fram síðastliðna nótt. Á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara að hefjast í Grímsvötnum. Það hefur ekki orðið nein frekari jarðskjálftavirkni í dag í Grímsvötnum.