Jarðskjálfti með stærðina Mw4,8 í Bárðarbungu

Ég vona að allir hafi haft góð jól og áramót.

Í dag (5-Janúar-2020) klukkan 04:32 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,8 í Bárðarbungu. Síðan varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,0 klukkan 04:56. Aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið eru minni að stærð. Þessi jarðskjálfti er meðal þeirra stærstu sem hafa orðið í Bárðarbungu síðan eldgosinu lauk í Holuhrauni í Febrúar 2015.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni var á sama stað og flestir af þessum jarðskjálftum sem verða í Bárðarbungu. Þessir jarðskjálftar verða aðalega í norð-austur hluta öskju Bárðarbungu á þessu svæði er einnig að finna háhitasvæði sem hefur náð að bræða sig í gegnum jökulinn sem er þarna.

Ég gat ekki mælt þennan jarðskjálfta vegna þess að það er hugbúnaðarbilun í GPS klukkum sem ég nota fyrir jarðskjálftamælana. Ég mun laga þessa bilun með uppfærslu á GPS klukkunum í lok Febrúar eða upphafi Mars. Þar sem þessi villa er í öllum þeim GPS klukkum sem ég á mun ég þurfa að uppfæra þær allar.

Flutningur til Íslands

Þar sem það virkaði ekki hjá mér að búa í Danmörku þrátt fyrir að ég hafi dregið úr kostnaði. Þá mun ég flytja aftur til Íslands í Febrúar og er sá flutningur varanlegur. Ég ætla í staðinn bara að verja meira tíma í Evrópu (Þýskalandi?) með öðrum hætti í framtíðinni.

Jarðskjálfti með stærðina Mw3,8 í Bárðarbungu (1-Desember-2019)

Þann 1-Desember-2019 varð jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Það urðu tveir jarðskjálftar með stærðina Mw3,0 og einn jarðskjálfti með stærðina Mw3,8 í Bárðarbungu. Það komu einnig fram talsverður fjöldi af litlum jarðskjálftum fram í þessari jarðskjálftavirkni.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er hefðbundin í dag fyrir Bárðarbungu og hefur átt sér stað síðan eldgosinu lauk í Holuhrauni í Febrúar 2015. Það er alltaf von á meiri jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu án nokkurar viðvörunar. Þessi jarðskjálftavirkni þýðir ekki að eldgos sé yfirvofandi í Bárðarbungu í nálægri framtíð.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Í dag (24-Nóvember-2019) varð regluleg jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Tveir stórir jarðskjálftar urðu í Bárðarbungu og voru þeir með stærðina Mw4,0 klukkan 04:22 og seinni jarðskjálftinn varð klukkan 04:28 og var með stærðina Mw3,5. Þessi jarðskjálftavirkni verður í Bárðarbungu vegna þess að Bárðarbunga er að þenjast út. Þessi jarðskjálftavirkni er því mjög hefðbundin núna og þetta mun verða svona næstu 10 til 30 árin. Þá munu einnig einstaka jarðskjálftar með stærðina Mw5,0 eða stærri eiga sér stað á þessu tímabili.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni mun ekki valda eldgosi í Bárðarbungu þar sem þetta er of lítil jarðskjálftavirkni svo að það geti gerst. Það sem þessi jarðskjálftavirkni sýnir er að það verður eldgos í Bárðarbungu á næstu árum en hvenær slíkt eldgos verður er ekki hægt að spá fyrir um.

Auglýsingar

Amazon Bretlandi

Stór jarðskjálfti og djúp jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

Á Laugardaginn (26-Október-2019) varð jarðskjálfti í Bárðarbungu með stærðina Mw3,5. Þetta var stakur jarðskjálfti og komu engir jarðskjálftar í kjölfarið.

Á Sunnudaginn (27-Október-2019) hófst jarðskjálftahrina í Bárðarbungu sem var mjög djúp og var dýpi jarðskjálftanna frá 20,2 km til 10,9 km á Sunnudeginum. Allir þeir jarðskjálftar sem komu fram voru minni en Mw2,0 að stærð.

Í dag (28-Október-2019) varð önnur djúp jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftahrina varð stærri talið í fjölda jarðskjálfta. Dýpið núna varð frá 26 km og upp í 15,5 km. Þessi djúpa jarðskjálftavirkni tengist kvikuinnskoti sem er að eiga sér stað í Bárðarbungu frá djúpstæðu kvikuhólfi undir Bárðarbungu eða nálægt Bárðarbungu. Það er engin leið að vita hvaða kvikuhólf er að dæla kviku inn í Bárðarbungu. Stundum verður kröftug jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu í kjölfarið á svona jarðskjálftavirkni. Hvort að það sé einhver tengin milli þessara tveggja atburða er ekki þekkt. Það er ekki hægt að segja til um það núna hvort að þessi virkni þýði aukna jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu á næstunni. Síðast þegar þetta gerðist þá varð aukning í jarðskjálftum í Bárðarbungu yfir nokkura vikna tímabil.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Sú jarðskjálftavirkni sem er að eiga sér stað í Bárðarbungu núna er orðin fastur hluti af virkninni í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftavirkni þýðir ekki að eldgos sé yfirvofandi enda mundi verða mun meiri jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu ef kvika væri að brjóta sér leið upp á yfirborðið en það sem er að eiga sér stað núna.

Jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í Hamrinum

Í dag (13-Október-2019) klukkan 19:05 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í Hamrinum (sjá Bárðarbunga). Það hefur verið einhver jarðskjálftavirkni á svæðinu síðustu vikur.


Jarðskjálftavirkni í Hamrinum (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðast þegar jarðskjálftavirkni fór að aukast í Hamrinum þá endaði það í eldgosi í Júlí 2011 en það eldgos er ekki staðfest af sérfræðingunum en það er mín skoðun að eldgos hafi átt sér stað miðað við þau gögn sem hafa komið fram (gosórói, jökulhlaup).

Jarðskjálfti með stærðina 3,8 í Bárðarbungu

Í dag (4-október-2019) klukkan 16:31 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,8 í Bárðarbungu. Þetta er annar jarðskjálftinn í Bárðarbungu á innan við sólarhring. Eins og með fyrri jarðskjálftann þá hafa ekki orðið neinir eftirskjálftar.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur komið fram minniháttar jarðskjálftavirkni á öðrum stöðum í Bárðarbungu. Ég veit ekki hvort að sú jarðskjálftavirkni er tengd þessum jarðskjálftum sem hafa orðið síðasta sólarhringinn.

Jarðskjálfti með stærðina 3,1 í Bárðarbungu

Í dag (3-Október-2019) klukkan 20:33 varð jarðskjálfti með stærðina 3,1 í Bárðarbungu.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni virðist vera hefðbundin jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu eftir eldgosinu lauk í Febrúar 2015. Engin frekari jarðskjálftavirkni hefur komið fram eftir þegar þessi grein er skrifuð.

Jarðskjálfti með stærðina Mw4,2 í Bárðarbungu

Í dag (8-September-2019) klukkan 02:00 hófst jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Milli klukkan 02:00 til 02:03 urðu fimm jarðskjálftar í Bárðarbungu og varð stærsti jarðskjálftinn með stærðina Mw4,2 en annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,2. Aðrir jarðskjálftar sem urðu voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni eins og þessi er mjög algeng í Bárðarbungu eftir eldgosinu lauk í Holuhrauni (2014 til 2015). Þessi jarðskjálftavirkni verður einu sinni í mánuði oftast.

Jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

Lítil jarðskjálftahrina varð í Bárðarbungu í dag (21-Ágúst-2019). Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,5 en aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftinn í Bárðarbungu (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálfti varð í norð-austur hluta öskju Bárðarbungu. Síðustu mánuði hefur jarðskjálftavirkni verið að aukast á þessu svæði. Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu verður vegna þess að innstreymi kviku er að þenja út eldstöðina.

Aukin jarðskjálftavirkni í Hamrinum (Bárðarbunga)

Síðustu daga hefur verið aukning í jarðskjálftum í Hamrinum (hluti af Bárðarbungu kerfinu). Hjá Global Volcanism Program er þetta skráð sem Loki-Fögrufjöll. Stærsti jarðskjálftinn þann 12-Ágúst-2019 var með stærðina 2,8 og 2,5 en aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Hamrinum (rauðu/bláu punktanir nærri jaðri jökulsins vestan við Grímsvötn). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðast þegar svona jarðskjálftavirknin hófst í Hamrinum þá varð lítið eldgos þar nokkrum mánuðum seinna. Það eldgos varð þann 12 Júlí 2011. Ég skrifaði um það á ensku hérna og hérna (jökulhlaupið sem kom í kjölfarið á eldgosinu, 13 Júlí 2011). Þau urðu síðan frekari minni eldgos í Ágúst og Nóvember 2011 í Hamrinum sem vörðu að hámark í 4 klukkutíma. Síðan þá hefur eldstöðin róast niður og sérstaklega eftir eldgosið í Bárðarbungu árin 2014 og 2015.

Það er óljóst hvað er að gerast núna í Hamrinum en á þessaris stundu er ekkert eldgos að eiga sér stað og eldgos í Hamrinum mun koma mjög skýrt fram á jarðskjálftamælaneti Veðurstofu Íslands. Það virðist sem að eldgos í Hamrinum geti hafist án nokkurar jarðskjálftavirkni, ég veit ekki afhverju það er. Síðasta stórgos í Hamrinum varð árið 1910 frá 18 Júní til Október.