Jarðskjálfti með stærðina Mw4,8 í Bárðarbungu

Ég vona að allir hafi haft góð jól og áramót.

Í dag (5-Janúar-2020) klukkan 04:32 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,8 í Bárðarbungu. Síðan varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,0 klukkan 04:56. Aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið eru minni að stærð. Þessi jarðskjálfti er meðal þeirra stærstu sem hafa orðið í Bárðarbungu síðan eldgosinu lauk í Holuhrauni í Febrúar 2015.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni var á sama stað og flestir af þessum jarðskjálftum sem verða í Bárðarbungu. Þessir jarðskjálftar verða aðalega í norð-austur hluta öskju Bárðarbungu á þessu svæði er einnig að finna háhitasvæði sem hefur náð að bræða sig í gegnum jökulinn sem er þarna.

Ég gat ekki mælt þennan jarðskjálfta vegna þess að það er hugbúnaðarbilun í GPS klukkum sem ég nota fyrir jarðskjálftamælana. Ég mun laga þessa bilun með uppfærslu á GPS klukkunum í lok Febrúar eða upphafi Mars. Þar sem þessi villa er í öllum þeim GPS klukkum sem ég á mun ég þurfa að uppfæra þær allar.

Flutningur til Íslands

Þar sem það virkaði ekki hjá mér að búa í Danmörku þrátt fyrir að ég hafi dregið úr kostnaði. Þá mun ég flytja aftur til Íslands í Febrúar og er sá flutningur varanlegur. Ég ætla í staðinn bara að verja meira tíma í Evrópu (Þýskalandi?) með öðrum hætti í framtíðinni.