Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg (Geirfuglasker)

Í dag (5-Janúar-2020) varð jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg nærri Geirfuglaskeri. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,2 klukkan 09:40 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,1 klukkan 11:19. Aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð en flestir voru með stærðina Mw2,0 eða stærri. Það er erfitt að segja til um það hvort að þarna verði jarðskjálftahrina en það er mjög líklegt að svo verði á næstu dögum eða vikum.


Jarðskjálftavirknin á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur á þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar þessi grein er skrifuð er ekki nein jarðskjálftavirkni á þessu svæði en það gæti breyst án viðvörunar.