Ný jarðskjálftahrina í Herðubreið

Þann 13-Maí-2014 og í gær (14-Maí-2014) var ný jarðskjálftahrina í Herðubreið, auk jarðskjálftahrinunnar í Herðubreiðartöglum. Þessi jarðskjálftahrina er að einhverju leiti ennþá í gangi.

140514_1935_myvatn
Jarðskjálftahrinan í Herðubreið og Herðubreiðartöglum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin á þessu svæði dettur niður á milli þess sem hún eykst á ný. Ég veit ekki afhverju þetta er svona. Í þessari jarðskjálftahrinu voru mjög fáir jarðskjálftar stærri en 2,4. Yfir 100 jarðskjálftar mældust í þessari jarðskjálftahrinu þann tíma sem toppurinn í virkninni varði. Það er ekkert sem bendir til þess að þarna muni gjósa á þessu svæði í næstu framtíð. Líklegt er að jarðskjálftahrinur muni halda áfram á þessu svæði.

Staðan í Herðubreiðartögl þann 9-Maí-2014

Hérna er stutt yfirlit yfir stöðina í Herðubreiðartögl eins og hún er þann 9-Maí-2014.

Síðasta sólarhringinn hefur dregið mjög úr jarðskjálftahrinunni í Herðubreiðartöglum, enda hafa stærstu jarðskjálftar síðasta sólarhringinn eingöngu náð stærðinni 2,0. Jarðskjálftavirkni heldur áfram þarna en er miklu minni en áður, hinsvegar virðist þessi jarðskjálftahrina ekki vera búin eins og er. Þó að þessi jarðskjálftahrina hafi núna varið í rúmlega sjö daga.

140509_1905
Jarðskjálftahrinan í Herðubreiðartögl eins og hún var í dag. Það sést á þessari mynd að jarðskjálftahrinan er mun minni í dag en í gær (8-Maí-2014) og undanfarna daga. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140509_1905_tracer
Minni jarðskjálftavirkni kemur einnig vel fram í jarðskjálfta-teljaranum sem er á vef Veðurstofu Íslands. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

ask.svd.09.05.2014.at.19.35.utc
Minni jarðskjálftavirkni kemur einnig fram á óróaplottinu. Þar sem minna kemur fram á bláu línunni (2-4Hz) þegar jarðskjálftum fækkar í Herðubreiðartöglum. Eitthvað af virkninni sem hérna sést er frá suðurlandinu og af Reykjaneshrygg vegna jarðskjálftavirkni þar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

IASK.svd.09.05.2014.19.23.utc
Minni jarðskjálftavirkni kemur einnig fram á tromluriti Veðurstofu Íslands. Eitthvað af jarðskjálftum þarna er frá Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Núverandi jarðskjálftavirkni í Herðubreiðartöglum er ekki nægjanlega stór til þess að sjást á þeim jarðskjálftamælum sem ég rek, til þess að það gerist þá þurfa jarðskjálftarnir að hafa stærðina 3,0 eða stærri, svo að þeir sjáist almennilega að minnstakosti. Hægt er að fylgjast með þeirri jarðskjálftavirkni sem kemur fram á jarðskjálftamælunum mínum hérna. Þarna sjást allir þeir jarðskjálftar sem eru nógu stórir til þess að koma almennilega fram á mínum jarðskjálftamælum. Þegar þetta er skrifað eru það jarðskjálftar yfirleitt stærri en 3,0 sem eiga sér stað núna (þegar þetta er skrifað).

Jarðskjálftahrina norðan við Herðurbreiðartögl

Í dag á miðnætti (klukkan 00:02) hófst jarðskjálftahrina norðan við Herðubreiðartaglir (upplýsingar um Öskju er að finna hérna á ensku). Þetta svæði er smá hryggur sem hefur hlaðist upp í eldgosum á nútíma (síðustu 12,000 ár). Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu átti sér stað í morgun klukkan 05:49 og var með stærðina 3,5 og dýpið var 7,6 km. Þegar þetta er skrifað hafa yfir 270 jarðskjálftar átt sér stað, þessi tala úreldist mjög fljótlega þar sem jarðskjálftavirkni er mjög mikil á þessu svæði eins og stendur en nýr jarðskjálfti á sér stað á hverri 1 til 3 mínútum þarna á meðan ég skrifa þetta.

Nálægar SIL stöðvar sýna að eins og stendur er þetta bara jarðskjálftahrina þar sem engin kvikuhreyfing hefur ekki ennþá mælst. Eins og kemur fram á vefsíðu Veðurstofu Íslands. Nálægar SIL stöðvar sýna einnig að þarna á sér stað mun meiri jarðskjálftavirkni en kemur fram á vefsíðu Veðurstofu Íslands, ástæðan fyrir því að ekki mælast allir jarðskjálftar á þrem til fjórum SIL stöðvum og því getur kerfi Veðurstofu Íslands ekki staðsett jarðskjálftana. Þó svo að ekki séu nein merki um kvikuhreyfingar þá er ekki útilokað að uppruna þessarar jarðskjálftahrinu sé að finna í kvikuinnskoti á þessu svæði. Ef þarna verður eldgos, þá mun það verða af Hawaiian gerð sem þýðir hraungos.

140503_1910
Jarðskjálftahrinan norðan við Herðubreiðartögl. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140503_1910_tracer
Fjöldi jarðskjálfta í þessari jarðskjálftahrinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

ask.svd.03.05.2014.19.37.utc
Óróaplottið frá SIL stöðinni í Öskju. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

mko.svd.03.05.2014.19.38.utc
Óróaplottið frá SIL stöðinni í Mókollum. Þessi stöð er fyrir sunnan Herðurbreiðartögl. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinur eru algengar á þessu svæði og hafa verið það núna talsvert lengi. Flestar af þeim jarðskjálftahrinum sem þarna hafa átt sér stað hafa verið tengdar hefðbundinni jarðskjálftavirkni í jarðskorpunni vegna flekahreyfinga. Þarna hefur ekkert eldgos orðið síðustu 1000 ár, það er ekki að sjá nein slík merki á yfirborðinu (gígar, nýleg hraun). Það er erfitt að sjá hvað gerist þarna á næstunni. Það eina sem hægt er að gera er að fylgjast með því sem þarna gerist. Stærstu jarðskjálftarnir sem þarna eiga sér stað koma fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum, hægt er að fylgjast með jarðskjálftamælinum hérna.

Styrkir:
Endilega muna að styrkja mig til þess að létta mér lífið og einfalda mér að skrifa áfram um jarðskjálfta og eldgos. Ef fólk kaupir í gegnum Amazon UK þá getur það smellt á auglýsinganar frá Amazon UK hérna og þá fæ ég 5 til 10% af því sem keypt er í tekjur af hverri sölu óháð því hvað fólk kaupir.

Þrír jarðskjálftar í Heklu. Jarðskjálftahrina í Henglinum

Síðasta sólarhring hafa þrír jarðskjálftar átt sér stað í Heklu. Ekkert bendir til þess að eldgos sé að fara hefjast í Heklu. Þetta er bara jarðskjálftavirkni eins og er.

140324_1120
Jarðskjálftavirknin í Heklu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Hægt er að fylgjast með jarðskjálftavirkni hérna í Heklu. Gögnin eru nærri því í rauntíma.
Hérna er listi yfir vefmyndavélar sem vísa á Heklu.
Vefmyndavél Mílu er að finna hérna.

Þessa stundina er veður slæmt á suðurlandinu og það gerir vöktun Heklu erfiðari.

Jarðskjálftahrina í Henglinum

Í gær (23-Mars-2014) og í dag (24-Mars-2014) varð jarðskjálftahrina í Henglinum. Þessi jarðskjálftahrina átti upptök sín í niðurdælingu vatns Orkuveitu Reykjavíkur á þessu svæði.

140324_1120
Jarðskjálftahrinan í Henglinum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessir jarðskjálftar hafa ekkert með eldstöðina Hengill að gera. Þar sem þetta eru eingöngu jarðskjálftar sem eiga upptök sín þegar köldu og menguðu vatni er dælt niður í jörðina þarna. Af þessum sökum eru jarðskjálftahrinur eins og þessar algengar á þessu svæði.

Jarðskjálfti í Heklu og djúpur jarðskjálfti í Kötlu

Þann 17-Mars-2014 klukkan 19:59 varð jarðskjálfti í Heklu. Þessi jarðskjálfti var með stærðina 1,0 og var á 9,1 km dýpi. Ég mældi þennan jarðskjálfta á jarðskjálftamælinn sem ég er við Heklu (tengill hérna). Þessi jarðskjálftavirkni þýðir ekki að Hekla sé að fara gjósa. Það veit enginn ennþá hvað þessi jarðskjálftavirkni þýðir.

140319_1810
Jarðskjálftinn í Heklu (blái depilinn) og síðan jarðskjálftavirkni í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Katla

Þann 18-Mars-2014 klukkan 06:56 varð jarðskjálfti í Kötlu öskjunni. Stærð þessa jarðskjálfta var 0,7 og dýpið var 28,9 km. Hægt er að sjá jarðskjálftann í myndinni fyrir ofan, jarðskjálftinn er í miðri Kötlu öskjunni. Þessi jarðskjálfti lítur ekki út fyrir að vera mikilvægur og enginn órói kom í kjölfarið á honum.

alf.svd.19.03.2014
Enginn órói í Kötlu. Þarna sést aðeins vindur og brim af ströndinni. Toppurinn sem er þarna er jarðskjálfti í Goðabungu í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Styrkir: Ég vil minna fólk að styrkja endilega mínu vinna hérna. Takk fyrir.

Auglýsingar: Þar sem ég er ekki að fá nóg af styrkjum til þess að getað haldið mér uppi hérna. Þá verð ég því miður að setja aftur inn auglýsingar. Ég vil gjarnan vera án auglýsinga eins og ég útskýri hérna. Þetta er því miður bara ekki hægt hjá mér eins og er. Þar sem ég verð að hafa einhverjar aukatekjur af þessari vinnu minni og það er augljóst núna að styrkir eru ekki nægar tekjur fyrir mig til þess að halda þessari vinnu áfram bara á þeim grundvelli. Eins og staðan er hjá mér núna þá á ég engann pening til þess að lifa af það sem eftir er af mánuðinum. Hvað ég geri næstu daga til þess að komast af til mánaðamóta veit ég ekki ennþá.

Hvað með vinnu: Það eru margir sem segja að ég eigi bara að mér vinnu. Þar sem ég er hinsvegar með Asperger-heilkenni. Það þýðir að í venjulegu fyrirtæki á ég talsvert erfitt með að virka rétt (hef prufað þetta nokkrum sinnum og aldrei gengið). Ég get alveg unnið líkamlega. Það er hinsvegar erfiðara fyrir mig þegar það kemur að því hvernig vinnan er, taka við skipunum og síðan fást við félagslegu hlutina í vinnu. Ég hef og get unnið í skamman tíma en ég endist aldrei til lengri tíma. Vinna mundi einnig koma í veg fyrir að ég gæti fylgst með jarðskjálftum og eldfjöllum á Íslandi eins og ég geri í dag. Ég er einnig að skrifa og er nú þegar búinn að gefa út mína fyrstu smásögu (á ensku). Því miður er hún ekki að seljast vel eins og stendur. Þessa stundina er ég einnig að vinna í því að skrifa fleiri sögur, bæði á íslensku og ensku.

Allt rólegt í jarðfræði Íslands

Tímabil lítillar virkni heldur áfram á Íslandi og hefur þetta tímabil núna varað í meira en fimm mánuði núna. Það eru alltaf minniháttar jarðskjálftar sem eiga sér stað þrátt fyrir þetta tímabil lítillar virkni. Slíkt er eðlilegt og það má alltaf reikna með því að litlir jarðskjálftar eigi sér stað.

140212_0955
Allt rólegt á Íslandi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það eru að jafnaði 4 til 5 ár á milli eldgosa á Íslandi og síðasta stóra eldgos auk tveggja minni eldgosa áttu sér stað árið 2011. Síðan þá hafa engin eldgos átt sér stað á Íslandi eftir því sem ég best veit. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær næsta eldgos verður á Íslandi.

Styrkir: Samkvæmt yfirliti á bankabókinni hjá mér. Þá á ég engann pening til þess að lifa af það sem eftir er af mánuðinum. Þar sem að ég átti afskaplega lítinn pening eftir þegar ég var búinn að borga alla mína reikninga. Fólk getur styrkt mig beint eða í gegnum PayPal takkann hérna til hliðar. Það er einnig hægt að styrkja mig með því að smella á auglýsingarnar hérna. Þegar verslað er í gegnum Amazon þarna þá fæ ég 5 til 10% af söluverði vörunnar í tekjur hjá Amazon. Takk fyrir stuðninginn.

Jarðskjálftar í Esjufjöllum og Kverkfjöllum

Í dag (20-Desember-2013) urðu jarðskjálftar í Esjufjöllum. Þetta voru mjög fáir jarðskjálftar og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,9 og dýpið var 5,0 km. Eins og stendur hafa eingöngu tveir jarðskjálftar mælst en það er algengt með jarðskjálftavirkni í Esjufjöllum að hún fari hægt af stað. Eins og stendur þá er jarðskjálftavirkni frekar lítil í Esjufjöllum. Þó er þetta meiri virkni en síðustu áratugi, það er þó erfitt að segja nákvæmlega til um það vegna þess að ekki hafa verið til góðar mælingar af þessu svæði fyrr en nýlega.

Kverkfjöll

Jarðskjálftavirknin í Kverkfjöllum heldur áfram. Í dag urðu nokkrir jarðskjálftar en enginn af þeim náði stærðinni 3,0 og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,0 og dýpið á þeim jarðskjálfta var 5,3.

131220_1910
Jarðskjálftavirknin í Esjufjöllum og Kverkfjöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég reikna með frekari jarðskjálftavirkni í Kverkfjöllum á næstu klukkutímum til dögum. Ég býst við að þessi virkni verði frekar lítil og enginn jarðskjálfti muni fara yfir stærðina 3,0.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Henglinum

Í kvöld hófst minniháttar jarðskjálftahrina í Henglinum. Þessi jarðskjálftahrina kemur til vegna niðurdælingar vatns hjá Orkuveitu Reykjavíkur.

131214_1815
Jarðskjálftahrinan í Henglinum núna í kvöld. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 1,4. Aðrir jarðskjálftar voru minni.

Áframhaldandi jarðskjálftavirkni norður af Kolbeinsey

Það er áframhaldandi jarðskjálftavirkni norðan við Kolbeinsey. Í vikunni urðu jarðskjálftar með stærðina 3,0 og 3,1. Ég er því miður ekki með neinar myndir af þessari virkni, þar sem ég var að ferðast þegar hún átti sér stað.

Jarðskjálftagröf uppfærast ekki ennþá

Vegna óþekktar bilunar heima hjá mér. Þá uppfærast jarðskjálftagröfin hjá mér ekki ennþá. Ég veit ekki hvað bilaði og það verða nokkrar vikur þangað til að ég kemst að því. Samkvæmt rafmagnsnotkun heima hjá mér þá hefur verið slökkt á einhverju eða eitthvað dottið úr notkun (Ég veit hver notkunin er miðað við fjölda tækja í gangi á þessari stundu). Ég veit ekki hvaða tæki fór úr notkun eða afhverju það gerðist, ég mun hinsvegar komast að því eftir nokkrar vikur þegar ég fer aftur heim til mín. Þangað til munu myndirnar á jarðskjálftagröfunum mínum ekki uppfærast. Alþjóðlegu jarðskjálftagröfin eru hinsvegar í lagi (að mestu) og uppfærast, enda eru þetta stöðvar sem eru ekki undir minni stjórn og hefur því bilunin heima hjá mér engin áhrif á þær.

Styrkir

Eins og svo mörg verkefni á internetinu þá treysti ég á styrki til þess að geta haldið vinnu minni áfram hérna. Hægt er að styrkja mig með því að nota Paypal, en þá verður að nota „Send Money“ möguleikann til þess að styrkja mig. Einnig er að hægt að styrkja mig beint með því að leggja inn á mig, bankaupplýsingar og aðrar nauðsynlegar upplýsingar fyrir slíka styrki er að finna hérna. Ég þakka fyrir stuðninginn.

Jarðskjálftar í nokkrum eldstöðvum

Í gær (04-September-2013) áttu sér stað nokkrir jarðskjálftar í nokkrum eldstöðvum sem eru staðsettir í Vatnajökli. Allir þessir jarðskjálftar voru minni en 3.0 að stærð.

Kverkfjöll

Mjög djúpir jarðskjálftar áttu sér stað í Kverkfjöllum í gær. Dýpstu jarðskjálftanir voru á 31 km dýpi og 24 km dýpi. Þessi djúpa jarðskjálftavirkni tengist líklega kvikuhreyfingum innan eldstöðvarkerfis Kverkfjalla.

Grímsfjall

Einn jarðskjálfti mældist í Grímsfjalli í gær. Þessi jarðskjálfti var líklega ísskjálfti frekar en hefðbundinn jarðskjálfti.

Öræfajökull volcano

Tveir jarðskjálftar áttu sér stað í Öræfajökli í gær. Dýpi þessara jarðskjálfta var 4 til 5 km. Jarðskjálftar eru ekki mjög algengir í Öræfajökli svo að ég er ekki viss afhverju þessi aukning hefur átt sér stað. Jarðskjálftamælum hefur verið fjölgað á svæðinu og gæti það útskýrt hluta af þessari aukningu sem er að sjást núna í mældum jarðskjálftum. Fleiri jarðskjálftamælar þýða að smærri jarðskjálftar mælast núna í dag en áður.

Esjufjöll

Í gær voru þrír jarðskjálftar í Esjufjöllum. Þriðji jarðskjálftinn gæti verið ísskjálfti. Ég er ekki viss um hvort að þetta er raunverulegur jarðskjálfti eða ekki. Venjulega er ekki jarðskjálftavirkni í Esjufjöllum en fyrir nokkrum árum hófst jarðskjálftavirkni í Esjufjöllum með jarðskjálftum sem voru með stærðina 2.5 til 3.0, þannig að eitthvað er að gerast í Esjufjöllum þó svo að ég sé ekki viss um hvað það er.

130904_2225
Jarðskjálftavirkni í Kverkfjöllum, Grímsfjall, Öræfajökli og Esjufjöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég reikna ekki með því að stórir atburðir muni eiga sér stað í Vatnajökli á þessari stundu. Þar sem að núverandi tímabil rólegheita virðist vera ennþá í gangi á Íslandi.