Minniháttar jarðskjálftahrina í Henglinum

Í kvöld hófst minniháttar jarðskjálftahrina í Henglinum. Þessi jarðskjálftahrina kemur til vegna niðurdælingar vatns hjá Orkuveitu Reykjavíkur.

131214_1815
Jarðskjálftahrinan í Henglinum núna í kvöld. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 1,4. Aðrir jarðskjálftar voru minni.

Áframhaldandi jarðskjálftavirkni norður af Kolbeinsey

Það er áframhaldandi jarðskjálftavirkni norðan við Kolbeinsey. Í vikunni urðu jarðskjálftar með stærðina 3,0 og 3,1. Ég er því miður ekki með neinar myndir af þessari virkni, þar sem ég var að ferðast þegar hún átti sér stað.

Jarðskjálftagröf uppfærast ekki ennþá

Vegna óþekktar bilunar heima hjá mér. Þá uppfærast jarðskjálftagröfin hjá mér ekki ennþá. Ég veit ekki hvað bilaði og það verða nokkrar vikur þangað til að ég kemst að því. Samkvæmt rafmagnsnotkun heima hjá mér þá hefur verið slökkt á einhverju eða eitthvað dottið úr notkun (Ég veit hver notkunin er miðað við fjölda tækja í gangi á þessari stundu). Ég veit ekki hvaða tæki fór úr notkun eða afhverju það gerðist, ég mun hinsvegar komast að því eftir nokkrar vikur þegar ég fer aftur heim til mín. Þangað til munu myndirnar á jarðskjálftagröfunum mínum ekki uppfærast. Alþjóðlegu jarðskjálftagröfin eru hinsvegar í lagi (að mestu) og uppfærast, enda eru þetta stöðvar sem eru ekki undir minni stjórn og hefur því bilunin heima hjá mér engin áhrif á þær.

Styrkir

Eins og svo mörg verkefni á internetinu þá treysti ég á styrki til þess að geta haldið vinnu minni áfram hérna. Hægt er að styrkja mig með því að nota Paypal, en þá verður að nota „Send Money“ möguleikann til þess að styrkja mig. Einnig er að hægt að styrkja mig beint með því að leggja inn á mig, bankaupplýsingar og aðrar nauðsynlegar upplýsingar fyrir slíka styrki er að finna hérna. Ég þakka fyrir stuðninginn.