Rólegt í jarðfræðinni á Íslandi um þessar mundir

Það er mjög rólegt á Íslandi um þessar mundir. Mjög fáir jarðskjálftar hafa átt sér stað. Fjöldi jarðskjálfta sem hefur mælst undanfarið hefur verið í kringum 120 jarðskjálftar yfir eina viku (7 daga). Þannig að það lítur út fyrir að nýtt rólegheitatímabil sé hafið á Íslandi.

131218_1630
Allt rólegt á Íslandi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekki hvað veldur þessu rólegheita tímabili á Íslandi og eru þau því mjög dularfull og verða það líklega alltaf. Ég vona bara að árið 2014 verði ekki eins rólegt og árið 2013 var í jarðfræðinni.