Jarðskjálfti með stærðina 4,8 djúpt á Reykjaneshryggnum

Í nótt varð jarðskjálfti með stærðina 4,8 samkvæmt mælingu EMSC. Þessi jarðskjálfti átti upptök sín djúpt á Reykjaneshryggnum. Stærðin á jarðskjálftanum er byggð á sjálfvirkum gögnum frá EMSC.

308812.regional.svd.20.03.2013
Upptök jarðskjálftans á Reykjaneshryggnum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir EMSC.

Ég hef voðalega lítið að segja um þennan jarðskjálfta. Þá sérstaklega þar sem hann varð langt útá hafi og litlar upplýsingar að hafa um jarðskjálfta sem eiga sér stað þar. Þetta svæði á Reykjaneshryggnum hefur þó verið að sjá umtalsvert meiri virkni núna en undanfarið. Þó getur vel verið að þetta sé bara hefðbundin jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Annars er mjög erfitt að segja til um það vegna skorts á gögnum. Þeir sem vilja kynna sér jarðskjálftan nánar þá er hægt að gera það hérna á vefsíðu EMSC.

Jarðskjálfti með stærðina 3.2 á Tjörnesbrotabeltinu

Í gær (29.01.2013) klukkan 04:03 varð jarðskjálfti með stærðina 3.2. Í kjölfarið á þessum jarðskjálfta fylgdu síðan nokkrir eftirskjálftar. Þessi jarðskjálfti fannst ekki samkvæmt frétt Morgunblaðsins og tilkynningu frá Veðurstofunni.

130129_2335
Jarðskjálftinn á Tjörnesbrotabeltinu. Stærsti skjálftinn er þar sem græna stjarnan er. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekkert sem bendir til þess að stór jarðskjálfti sé að fara skella á Tjörnesbrotabeltinu. Þrátt fyrir mikla spennu sem er núna uppsöfnuð á Tjörnesbrotabeltinu. Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið eins og er. Það er ómögurlegt að vita hvort að jarðskjálfthrinan tekur sig upp aftur eða ekki. Slæmt veður á Íslandi hefur komið í veg fyrir nákvæmar mælingar á jarðskjálftavirkni undanfarna daga.

Fréttir af jarðskjálftanum

Jarðskjálfti við Flatey (mbl.is)

Jarðskjálfti á Reykjanesskaga þann 25.01.2013

Klukkan 00:41 varð jarðskjálfti á Reykjanesskaga. Stærð þessa jarðskjálfta var mæld 3.1. Örfáir eftirskjálftar mældust í kjölfarið á þessum jarðskjálta en enginn af þeim var með stærðina yfir 2.0. Þessi jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu. Þá helst í Hafnarfirði og þeim svæðum sem eru næst upptökum þessa jarðskjálfta.

130125_0315
Græna stjarnar markar jarðskjálftan með stærðina 3.1. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálfti varð á þekktu jarðskjálftasvæði á Reykjanesskaga. Þessi jarðskjálfti boðar ekki það að þarna muni eldgos eiga sér stað. Heldur er um að ræða eðlilega spennubreytingu á svæðinu vegna flekahreyfinga.