Jarðskjálfti með stærðina 3.2 á Tjörnesbrotabeltinu

Í gær (29.01.2013) klukkan 04:03 varð jarðskjálfti með stærðina 3.2. Í kjölfarið á þessum jarðskjálfta fylgdu síðan nokkrir eftirskjálftar. Þessi jarðskjálfti fannst ekki samkvæmt frétt Morgunblaðsins og tilkynningu frá Veðurstofunni.

130129_2335
Jarðskjálftinn á Tjörnesbrotabeltinu. Stærsti skjálftinn er þar sem græna stjarnan er. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekkert sem bendir til þess að stór jarðskjálfti sé að fara skella á Tjörnesbrotabeltinu. Þrátt fyrir mikla spennu sem er núna uppsöfnuð á Tjörnesbrotabeltinu. Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið eins og er. Það er ómögurlegt að vita hvort að jarðskjálfthrinan tekur sig upp aftur eða ekki. Slæmt veður á Íslandi hefur komið í veg fyrir nákvæmar mælingar á jarðskjálftavirkni undanfarna daga.

Fréttir af jarðskjálftanum

Jarðskjálfti við Flatey (mbl.is)