Í nótt og dag (18. Desember 2022) hélt jarðskjálftahrinan sem á sér stað núna rúmlega 47 km austur af Fonti áfram. Stærsti jarðskjálftinn þegar þessi grein er skrifuð hafði stærðina Mw3,3 en minni jarðskjálftar hafa einnig átt sér stað. Þó voru nokkrir jarðskjálftar sem voru samt stærri en Mw3,0 að stærð. Auk þess hafa orðið nokkrir jarðskjálftar sem náðu stærðinni Mw2,5.
Lesa áfram „Jarðskjálftahrinan 47 km austur af Fonti heldur áfram“
Innanfleka jarðskjálftahrina í Húnaþingi Vestra
Aðfaranótt 12-Ágúst-2014 urðu nokkrir innanfleka jarðskjálftar í Húnaþingi Vestra. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu hafði stærðina 1,5. Þessir jarðskjálftar komu fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum, en þó ekki mjög vel vegna þess hversu litlir þessir jarðskjálftar voru og vegna fjarlægðar.
Innanfleka jarðskjálftarnir í Húnaþingi Vestra (gulu). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þessir jarðskjálftar eru ekki á neinu þekktu jarðskjálftasvæði og þarna er ekki heldur nein þekkt sprunga. Það þýðir þó ekki að þarna sé ekki sprunga, þó svo að hún sé ekki þekkt. Það er vonlaust að vita hvort að þarna muni verða fleiri jarðskjálftar. Sú jarðskjálftahrina sem þarna varð er önnur jarðskjálftahrinan á þessu svæði í ár, en sú fyrri varð í viku 28, þá var stærsti jarðskjálftinn með stærðina 1,6.