Jarðskjálftahrinan 47 km austur af Fonti heldur áfram

Í nótt og dag (18. Desember 2022) hélt jarðskjálftahrinan sem á sér stað núna rúmlega 47 km austur af Fonti áfram. Stærsti jarðskjálftinn þegar þessi grein er skrifuð hafði stærðina Mw3,3 en minni jarðskjálftar hafa einnig átt sér stað. Þó voru nokkrir jarðskjálftar sem voru samt stærri en Mw3,0 að stærð. Auk þess hafa orðið nokkrir jarðskjálftar sem náðu stærðinni Mw2,5.

Jarðskjálftar úr Skjálfta-lísu Veðurstofu Íslands sem sýnir jarðskjálftana. Það hafa orðið samtals 369 jarðskjálftar á þessu svæði síðan 15. Desember. Punktanir eru merkir sem rauðir þegar þeir eru nýjastir og það er talsvert af rauðum punktum á kortinu.
Jarðskjálftavirknin þarna eins og hún kemur fram á Jarðskjálftakorti Skjálfta-Lísa Veðurstofu Íslands. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftavirknin sýnir grænar stjörnur austast á Íslandi útaf ströndum Austurlands þar sem Fonti er staðsett.
Jarðskjálftavirknin austan við Fonti út í sjó á Austurlandi. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta er innanfleka jarðskjálftavirkni. Þessi gerð af jarðskjálftavirkni er mjög sjaldgæf á Íslandi en verður stundum. Þegar svona jarðskjálftavirkni verður, þá getur hún orðið frekar mikil og varað í langan tíma. Það er ekki vitað hvað er á þessu svæði, það er annað hvort útkulnuð eldstöð (þá hafa virkjast aftur gömul misgengi tengd þeirri eldstöð) eða gamalt misgengisbelti sem er þarna og hefur orðið virkt aftur af óþekktum ástæðum. Jarðskorpan á þessu svæði er 15 milljón til 24 milljón ára gömul á þessu svæði á Íslandi.

Ég reikna með frekari jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Hinsvegar getur jarðskjálftavirknin þarna stöðvast jafn hratt og hún hófst.