Jarðskjálftahrina 3 km norður af Grindavík

Í dag (19. Desember 2022) og í gær (18. Desember 2022) hefur verið jarðskjálftahrina rúmlega 3 km norður af Grindavík sem er í eldstöðinni Reykjanes. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw2,9 og fannst í Grindavík. Ég held að flestir jarðskjálftar sem voru yfir stærðina Mw2,0 hafi fundist í Grindavík og hugsanlega einnig minni jarðskjálftar. Þegar þessi grein er skrifuð. Þá er jarðskjálftahrinan ennþá í gangi en slæmt veður kemur í veg fyrir að jarðskjálftar komi sjálfkrafa inn á vefsíðu Veðurstofunnar.

Rauðir punktar 3 km norður af Grindavík á Reykjanesskaga sem sýnir jarðskjálftahrinuna sem er að eiga sér stað þarna núna. Appelsínugulir punktar hér og þar á Reykjanesskaga sýnir jarðskjálftavirkni á öðrum stöðum á Reykjanesskaga.
Jarðskjálftavirkni norður af Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Flestir af þeim jarðskjálftum sem eru að eiga sér stað eru mjög litlir, þá minni en Mw1,0 að stærð. Þegar þessi grein er skrifuð, þá er ólíklegt að þarna verði eldgos, þar sem slíkt krefst miklu meiri jarðskjálftavirkni en hefur komið fram í dag. Þetta getur breyst án viðvörunnar en er ólíklegt til þess að breytast.