Í dag (21. Desember 2022) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,4 í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja. Þessi jarðskjálfti er vegna þenslu í eldstöðinni Fagradalsfjalli. Þetta mögulega þýðir að þenslan í eldstöðinni Fagradalsfjalli sé að verða nægjanlega mikil til þess að koma af stað eldgosi, hvenær það gerist er samt ekki hægt að segja til um.
Þetta er aukning á jarðskjálftum á þessu svæði eftir eldgosið í Fagradalsfjalli í Ágúst 2022. Þessi jarðskjálfti fannst í Reykjavík og nágrenni. Jarðskjálftavirkni mun færast til á svæðinu þangað til að eldgos verður í Fagradalsfjalli. Það gæti orðið eldgos í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja en það er ólíklegt á þessari stundu.