Jarðskjálfahrina í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja

Í dag (21. Desember 2022) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,4 í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja. Þessi jarðskjálfti er vegna þenslu í eldstöðinni Fagradalsfjalli. Þetta mögulega þýðir að þenslan í eldstöðinni Fagradalsfjalli sé að verða nægjanlega mikil til þess að koma af stað eldgosi, hvenær það gerist er samt ekki hægt að segja til um.

Græn stjarna ásamt rauðum punktum sunnan við Kleifarvatn í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja.
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta er aukning á jarðskjálftum á þessu svæði eftir eldgosið í Fagradalsfjalli í Ágúst 2022. Þessi jarðskjálfti fannst í Reykjavík og nágrenni. Jarðskjálftavirkni mun færast til á svæðinu þangað til að eldgos verður í Fagradalsfjalli. Það gæti orðið eldgos í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja en það er ólíklegt á þessari stundu.